FRÁ OPNUN SKELJANESI 8. SEPTEMBER
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. september fyrir félagsmenn og gesti.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakir gestir okkar voru Wesley M. Baden, NA1ME frá Maine í Bandaríkjunum og Peter Ens, HB9RYV frá Sursee í Sviss.
Mikið var rætt um loftnet. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM sagði okkur m.a. frá reynslu sinni af að fjarstýra HF loftnetum frá sumarbústað í Haukadal, en Guðlaugur Ingason, TF3GN hefur einmitt hug á að setja upp loftnet við sinn bústað í Svínadal. Einnig var mikið rætt um skilyrðin á böndunum, QO-100 gervihnöttinn og nýju Yaesu FT-710 SDR 100W HF/50 MHz stöðina. Það er einmitt komið verð á hana; €840 frá EU og $1000 frá NA.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 19 félagar og 3 gestir í húsi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!