,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes 23. mars með erindið „Íslensku radíóleikarnir; hagnýt ráð“.

Hann flutti okkur frábært erindi þar sem hann útskýrði og fór yfir reglur árlegra fjarskiptaviðburða félagsins (páskaleika, VHF/UHF leika og TF útileika). Inntak erindisins var að hvetja félagana til að vera með sem t.d. megi auðveldlega gera með handstöð heima í stofu, jafnvel þótt menn hafi takmarkaðan tíma; aðalatriðið sé að vera með.

Andrés sagði okkur frá reynslu sinni af að taka í þessum viðburðum undanfarin ár, þar sem hann hefur yfirleitt verið í einu af efstu sætunum. Hann fjallaði um og útskýrði vel eigin tæki og búnað, sem eru m.a. stefnuvirk loftnet á VHF og UHF og vírnet á lægri böndunum. Hann útskýrði hve auðvelt er að nota GSM símann sem „Portable Wi-Fi Hotspot“ og þar með tengja fartölvu við netið og skrá sambönd beint inn á leikjavefi þeirra TF8KY og TF3EK.

Hann sýndi okkur líka „góða“ staði til fjarskipta á Reykjanesskaganum, stór-Reykjavíkursvæðinu, Vesturlandi og Suðurlandi – sem hann hefur notað þegar hann hefur verið á ferðinni í bifreið sinni á keppnistímanum og kryddaði frásögnina með skemmtilegum sögum af sjálfum sér í mismunandi veðrum frá mismunandi stöðum. Í eitt skipti tók það hann t.d. þrjár klukkustundir að setja upp loftnet og gera sig kláran, en náði aðeins örfáum samböndum. En eins og hann sagði: „Maður lærir af slíku!

Erindið tók um klukkustund í flutningi og var farið yfir margar glærur með texta og ljósmyndum. Mikið var spurt og Andrés svaraði fyrirspurnum strax og eftir erindið var áfram rætt yfir kaffinu. Sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir vel flutt, áhugavert og fróðlegt erindi í máli og myndum.

Alls mættu 32 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta og milda síðvetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík þegar vorið nálgast og þar með páskaleikarnir 7.-9. apríl n.k.

Stjórn ÍRA.

Andrés útskýrði vel hvernig ná má góðum árangri með réttri staðsetningu.
Farið yfir reglur leikanna. M.a. hvaða bönd skipta mestu málið í hverjum af fjarskiptaviðburðunum þremur.
Eftir flutning erindisins svaraði Andrés fjölmörgum spurningum. Í sal frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Georg Kulp TF3GZ, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Einar Kjartansson TF3EK og Óskar Sverrisson TF3DC.
Einar Kjartansson TF3EK, Benedikt Sveinsson TF3T, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Gísli Guðnason (gestur), Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Einar Kjartansson TF3EK.
Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK og Georg Kulp TF3GZ.
Kristján Benediktsson TF3KB, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Andrés Þórarinsson TF1AM. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + 12 =