,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember með með erindið: „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“.

Ágúst flutti afar greinargott og fróðlegt erindi um reynslu sína í þessum efnum, en hann hefur aðstöðu fyrir loftnet og búnað í sumarhúsi sínu sem er í u.þ.b. 100 km fjarlægð frá heimili hans í Garðabæ.

Hann notar Kenwood TS-480 stöð og tengibúnað frá RemoteRig. https://www.remoterig.com/wp/  og
https://shop.microbit.se/webshop/catalog Stöðin er með laustengdu stjórnborði, þannig að RF hlutinn er hafður í sumarhúsinu og stjórnborðið heima. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er, að ekki þarf sérstaka tölvu í sveitinni. Ágúst nefndi, að sambærilegt fyrirkomulag sé í boði fyrir fleiri gerðir af stöðvum sem eru með laustengd stjórnborð, t.d. Icom IC-7100, en Kenwood hefur hætt framleiðslu á TS-480. Hefðbundnar stöðvar þurfa hins vegar flestar tölvur á báðum endum.

Meginkosturinn við þessa lausn að nota RemoteRig boxin, er að þetta eru litlar sérhæfðar tölvur sem sjá sjálfvirkt um öll samskipti og merkjaflutning milli staða. Nóg er að setja 12VDC á boxin og þá tengja þau sjáfvirkt stjórnborðið á stöðinni heima og RF hlutann í sveitinni. Meginvandinn var til að byrja með léleg netþjónusta þar sem sumarhúsið er staðsett. Aukin samkeppni og þróun í netbúnaði hefur hins vegar auðveldað málið og gat Ágúst þess, að í dag sé tengingin yfir netið hnökralaus og kostnaður ásættanlegur. Hann notar 4G í sveitinni og ljósleiðara heima í Garrðabæ, hvort tveggja frá Mílu/Símanum.

Ágúst sýndi forritið Ping Plotter sem hentar vel til að greina hnökra í netsambandinu.

Ágúst kynnti einnig CATSync forritið sem má nota til að vera í loftinu með hlustun gegnum KiwiSDR viðtækin sem eru í boði hér á landi yfir netið. Áhugaverð lausn fyrir þá sem eru með miklar truflanir. https://catsyncsdr.wordpress.com/  og https://swling.com/blog/2020/09/catsync-control-web-sdr-tuning-from-your-rig/

Ágúst hafði með sér fjarstýribúnað í fundarsal og sýndi virkan hans eftir erindið og mátti greinilega heyra að truflanir eru litlar sem engar í sveitinni. Hann fékk fjölda fyrirspurna sem hann leysti greiðlega úr.

Sérstakar þakkir til Ágústar fyrir vel flutt og vandað erindi. Alls mættu 30 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta regnmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Ágúst sýndi margar áhugaverðar glærur. Á borðinu er laustengda stjórnborðið frá Kenwood TS-480SAT stöðinni sem hann notaði til að hafa samband yfir netið gegnum RF hluta stöðvarinnar sem er í sumarhúsinu.
Skýringarmynd af uppsetningu á Kenwood TS-480SAT og RemoteRig búnaðinum.
Skýringarmynd sem sýnr virkan búnaðarins heima í Holtsbúð í Garðabæ.
Upplýsingar um loftnetið sem TF3OM notar í sumarbústaðnum.
Jón E. Guðmundsson TF8KW, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM og Mathías Hagvaag TF3MH.
Benedikt Sveinsson TF3T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Hans Konrad Kristjánsson TF3FB.
Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Adolfsson TF3DT.
Kristján Benediktsson TF3KB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Ljósmyndir: Georg Kulp TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 2 =