Frábært fimmtudagskvöld í Skeljanesi
Sigurður Harðarson, TF3WS heimsótti okkur í Skeljanes 20. október með erindið: „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“.
Sigurður hefur ártaugareynslu af uppsetningu og viðhaldi fjarskiptakerfa, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Að þessu sinni sagði hann okkur frá þegar hann var kallaður til Grænlands til að fá keðju endurvarpa á VHF og UHF til að virka, sem tókst að sjálfsögðu.
Siggi fór með okkur upp á Grænlandsjökul í máli og myndum og útskýrði afar vel erfiðar aðstæður á jöklinum og hvernig hann fór að því að leysa verkefnið. Sigurður, sem er afburða sögumaður segir skemmtilega frá og húmorinn er aldrei langt undan. Og til marks um áhuga viðstaddra var ekkert kaffihlé gert. Og eftir að erindinu lauk héldu umræður áfram fram undir kl. 23 þegar húsið var yfirgefið.
Sérstakar þakkir til Sigurðar fyrir frábært fimmtudagskvöld. Alls mættu 33 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!