,

Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar fundar

Frá vinstri: Jón Þóroddur, TF3JA, Sigurður Smári, TF8SM og Sveinn Bragi, TF3SNN. Ljósmynd: TF2JB.

Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar fundaði í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í kvöld fimmtudaginn 5. ágúst. Meginhlutverk nefndarinnar er að annast undirbúning viðburðarins við Garðskagavita helgina 21.-22. ágúst n.k.

Nefndin kynnti s.l. þriðjudag (2. ágúst) að hún væri tekin til starfa, með innkomu á póstlista Í.R.A. Þar kemur m.a. fram, að TF8IRA verði starfrækt frá vitanum. Einnig, að þeir sem hyggja á þátttöku í vitahelginni eru beðnir að skrá sig. Um er að ræða einfalda skráningu, annars vegar að slá inn kallmerki í sérstakan glugga og síðan hvort menn ætla að koma með eign stöð og loftnent.

Þeir sem vilja, geta líka sett inn ábendingar og tillögur. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á ira@ira.is

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 5 =