,

Fréttablaðið: Áhugamál og almannavarnir

Hrafnkell Eiríksson verkfræðingur getur talað við allan heiminn sama hvað öllu sím- eða tölvusambandi líður.

Hrafnkell Eiríksson verkfræðingur getur talað
við allan heiminn sama hvað öllu sím- eða
tölvusambandi líður.

„Íslenskir radíóamatörar eru samtök áhugamanna um tækni og fjarskipti svo og samskipti. Félagið hefur verið starfrækt frá 1946 og félagar eru um 150 talsins,“ segir Hrafnkell Eiríksson, verkfræðingur og nýskipaður formaður.

Hann hefur verið radíóamatör í tíu ár en til þess þarf fyrst að sækja námskeið og síðan standast próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. „Þetta áhugamál er sennilega það eina þar sem félagar þurfa leyfi frá ríkinu. Við höldum námskeið einu sinni til tvisvar á ári sem stendur yfir í einn til tvo mánuði og lýkur með prófi,“ segir Hrafnkell.

Þar er farið í grundvallaratriði í rafmagnsfræðum, radíótækni, fjallað um loftnet, lög og reglur, bæði fræðilega og praktískt.

Grunntæknin byggir á talstöðvartækni en radíó- amatörar hafa eingöngu samskipti við aðra radíó- amatöra. Megintilgangurinn er að koma á samskiptum auk þess sem radíóamatörar koma að almannavörnum. „Þegar flóðbylgjan skall á Asíu árið 2004 voru radíóamatörar þeir fyrstu sem komust í samband við umheiminn. Við erum með eigin búnað og komumst í samband þrátt fyrir að símakerfi og internet liggi niðri,“ segir Hrafnkell sem segir í þágu almannavarna að viðhalda hefðinni. Hann segir jafnframt radíóamatöra í Bandaríkjunum vera hluta af þarlendum almannavarnarlögum.

„Félagið hittist einu sinni í viku og síðan erum við alltaf að hittast í loftinu. Þá í gegnum talstöðvarnar eða í gegnum tölvur sem tengjast talstöðvunum. Þá spjöllum við bæði við félaga hérlendis og erlendis sem eru á bilinu fjórar til sex milljónir,“ segir Hrafnkell.

Félagar koma úr öllum áttum og eru reglulega með kynningar, fyrirlestra og aðra viðburði. Eins og á nýaflokinni alþjóðlegri vitahelgi radíóamatöra sem fór fram í áttunda sinn við Knarrarósvita austan við Stokkseyri. Hrafnkell bendir áhugasömum á heimasíðu félagsins. www.ira.is

rh@frettabladid.is

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + ten =