,

Fréttir af félagsaðstöðu í Skeljanesi

Um verslunarmannahelgina var haldið áfram við að bæta félagsaðstöðuna í Skeljanesi, á milli þess sem TF3IRA var starfrækt í TF útileikunum.

Lokið hefur verið við tiltekt í herbergi á 2. hæð sem sem notast fyrir kortastofu félagsins, vísi að smíðaaðstöðu og bókaskápa fyrir handbækur ÍRA. Félagar hafa á ný góðan aðgang að QSL skáp kortastofunnar.

Þá hefur Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins hefur verið tengd á ný. Ari Þór Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri ÍRA, tengdi stöðina um helgina og uppfærði tíðnir í minnum hennar. TF3IRA er nú QRV á ný á 2 metrum og 70 sentímetrum, en stöðin hafði ekki verið tengd s.l. þrjú ár.

Stjórn félagsins þakkar framlag þeirra TF1A, TF3MH, TF3SB og stjórnarmanna við þessa vinnu og óskar félagsmönnum til hamingju með bætta aðstöðu.


TF1A, VHF stjóri ÍRA, stimplar inn tíðnir í Yaesu FT-7900 stöð félagsins. TF3MH fylgist með.


Aðgangur að QSL skáp kortastofunnar og bókaskápum er mjög góður á ný.


Vísir að smíðaaðstöðu. Takið eftir lóðboltanum lengst til hægri á borðinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + three =