,

Fréttir frá aðalfundi 2009

Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 23. maí 2009 í félagsaðstöðnni við Skeljanes. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt því að gerðar voru ýmsar samþykktir undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen TF3KX fundarstjóri og Yngvi Harðarson TF3Y fundarritari. Alls sóttu 25 manns fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2009-2010: Jónas Bjarnason TF2JB formaður, Guðmundur Löwe TF3GL, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Erling Guðnason TF3EE og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN. Í varastjórn: Jón I. Óskarsson TF1JI og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ. Stjórnin mun skipa með sér verkum innan tíðar.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson TF3DC, Haukur Konráðsson TF3HK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS (til vara). Úr stjórn gengu eftirtaldir: Hrafnkell Eiríksson TF3HR og Ársæll Óskarsson TF3AO; og úr varastjórn: Haraldur Þórðarson TF3HP og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN.

Fundargerð mun fljótlega verða birt á heimasíðu félagsins ásamt nánari upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + seven =