FRÉTTIR ÚR SKELJANESI
Þrennt var í gangi í félagsaðstöðunni í gær, laugardaginn 1. desember.
Elín TF2EQ og Árni Freyr TF8RN settu nýja kallmerkið TF3YOTA í loftið og höfðu nær 100 QSO. Þau voru sammála um að móttökur hafi verið góðar og höfðu m.a. sambönd við fjölda annarra kallmerkja sem enda á „YOTA“.
Á neðri hæðinni var haldið áfram með þær breytingar að flytja myndvarpann, færa til húsgögn í fundarsalnum og mála, en vegna góðrar aðsóknar á erindi á vetrardagskrá var núverandi aðstaða orðin of þröng. Bætt aðstaða fyrir erindisflutning verður tilbúin og tekin í notkun n.k. fimmtudag, 6. desember. Þá verður m.a. vígt nýtt sýningartjald.
Radíódót af ýmsu tagi sem félaginu barst m.a. úr dánarbúi Reidars J. Óskarssonar, TF8RO, hefur nú verið sameinað á einn stað í ganginum niðri í Skeljanesi. Verulegur hluti dótsins hefur þegar gengið út, en margt er eftir af nýtilegum hlutum sem félagsmenn geta nýtt sér frítt næstu fimmtudagskvöld.
(Ljósmyndir: TF3JB).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!