,

FRIEDRICHSHAFEN Á NÝ 2022

Stærsta sýningin í Evrópu fyrir radíóamatöra, HAM RADIO í Friedrichshafen í Þýskalandi verður haldin 24.-26. júní n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins.

Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi, t.d. til Frankfurt (FRA), München (MUC) og Zürich (ZRH), auk þess sem í boði eru tengiflug til Friedrichshafen (FDH), m.a. frá Frankfurt.

A.m.k. 14 íslenskir radíóamatörar (auk maka) heimsóttu sýninguna þegar hún var síðast haldin sumarið 2019. Frásögn frá ferðinni má lesa í 4. tbl. CQ TF 2019; bls. 25-29.

Vefslóð:  http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Ástæða er til að benda félagsmönnum í ferðahug á að athuga með pöntun á flugi og gistingu.

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins (í einum sal af fjórum) sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen, þar sem leyfishafar alls staðar að úr Evrópu koma með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 9 =