,

FRIEDRICHSHAFEN 2021 AFLÝST

Tilkynning barst til félagsins í morgun, 26. mars, þess efnis að Ham Radio sýningin í Friedrichshafen sem fyrirhugað var að halda 25.-27. júní n.k., hafi verði aflýst vegna Covid-19 faraldursins.

Dagsetning fyrir sýninguna á næsta ári, 2022, er 24.-25. júní.

Á hverju ári eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Þrjár eru stærstar: Ham Radio í Friedrichshafen í Þýskalandi, Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum og Tokyo Ham Fair í samnefndri höfuðborg Japans. Dayton sýningunni 2021 sem fyrirhugað var að halda 21.-23. maí n.k., var aflýst 11. janúar s.l., einnig vegna Covid-19 faraldursins.

https://www.hamradio-friedrichshafen.com/no-get-together-in-2021-ham-radio-exhibition-once-again-suspended

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + eight =