,

Fróðlegt erindi TF3CY um EME á 50 MHz

Frá vinstri: Yngvi Harðarson, TF3Y; Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; Sigurður Elíasson; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Halldór Christensen, TF3GC; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; og Stefán Þórhallsson, TF3S. Ljósmynd: Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

Frá vinstri: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Stefán Þórhallsson, TF3S; Heimir Konráðsson, TF1EIN; og Andrés Þórarinsson, TF3AM. Ljósmynd: Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, flutti áhugavert erindi um EME-tilraunir sínar í sumar, fimmtudagskvöldið 28. október. Benedikt vann m.a. það afrek að verða fyrstur íslenskra radíóamatöra til að hafa samband með því að nota tunglið til að endurkasta merki frá Íslandi á 50 MHz í júlí s.l. Fyrsta sambandið var við stöð í Bandaríkjunum. Í ágúst s.l. bætti Benedikt svo um betur og náði EME-sambandi við stöð á Nýja Sjálandi á 50 MHz. Fram kom ennfremur, að hann hefur einnig í huga að gera EME-tilraunir á 2 metra bandinu. Erindið var fróðlegt og skemmtilega flutt. Benedikt sagði jafnframt stuttlega frá DX-leiðangri þeirra feðga (TF3CY, TF3SG og TF3T) út í Grímsey um síðustu helgi.

Bestu þakkir Benedikt fyrir áhugavert erindi.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 + 3 =