,

FRÓÐLEGT ERINDI TF3GZ OG TF1A

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. desember. Georg Kulp, TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A héldu sameiginlega erindi kvöldsins, sem fjallaði um nettengdu viðtækin KiwiSDR sem eru 4 hér á landi.  Þeir félagar voru ágætlega undirbúnir. 

Georg sagði frá tilurð KiwiSDR viðtækjanna sem eru nýsjálensk að uppruna og eru nú notuð um allan heim og hafa m.a. opnað nýja heima fyrir radíóamatöra. Ari opnaði vefskoðara og tengdi sig inn á nokkur KiwiSDR viðtæki hérlendis og sýndi hversu auðvelt er að nota tækin. Alls geta 8 verið tengdir inn á hvert viðtæki hverju sinni og verið í 30 mínútur og verið lengur með því að endurskrá sig inn. Það má hlusta með flestum mótunarháttum og þrengja og víkka hlustunarsviðið. Það má t.d. lesa FT8 merki, allt bandið eða þrengja sviðið svo einungis sé verið að hlusta á eina tiltekna tíði. Allt er þetta með miklum ólíkindum og frábær tækni. 

Flest KiwiSDR viðtækin eru fyrir 30 kHz til 30 MHZ en eitt tækið hérlendis er með tíðniumbreyti til að hlusta á 2m bandið. En það getur í reynd hlustað langt út fyrir það, t.d. á veðurtungl á 137MHz og á flugbandið á 120MHz. Ekki nóg með það heldur má í gegnum tæki í Bretlandi hlusta á QO-100 amatörgervihnöttinn.

Gerður var góður rómur að erindi þeirra félaga og kom fjöldi fyrirspurna úr sal sem þeir leystu vel úr. Og eftir erindið var áfram spjallað yfir kaffinu. Sérstakar þakkir til þeirra Georg Kulp, TF3GZ og Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir vel flutt erindi, fróðlegt og áhugavert. Þess má geta að erindið var tekið upp og verður það til niðurhals fljótlega.

Þakkir ennfremur til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS sem færði félaginu mikið af áhugaverðu radíódóti þetta fimmtudagskvöld.

Alls mættu 19 félagar í hús þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti og ljósmyndir: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Georg Kulp sýndi og skýrði vel fjölmargar glærur með upplýsingum um KiwiSDR viðtækin yfir netið.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A fjallaði um og skýrði vel tæknihliðina og sýndi fram á fjölmargamarga og áhugaverða notkunarmöguleika KiwiSDR viðtækjanna yfir netið.
Ágúst Sigurðsson TF3AU, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Pier Albert Kaspersma TF1PA. Fjær: Mathias Hagvaag TF3MA og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL.
Ágúst Sigurðsson TF3AU og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM.
Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE og Pier Albert Kaspersma TF1PA.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Sigurðar Harðarson TF3WS sem færði félaginu mikið af áhugaverðu radíódóti þetta fimmtudagskvöld.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × four =