,

FRÓÐLEGT ERINDI TF3VS Í SKELJANESI.

Andrés Þórarinsson TF1AM kynnir ræðumann kvöldsins, Vilhjálm Í. Sigurjónsson TFVS.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. mars. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir þess og nýja möguleika“. Þetta var þriðja erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.

Vilhjálmur kynnti fjarskiptaforritið „Logger32“ sem er mest notaða loggforrit í heimi, ef marka má Logbook of The World (LoTW) og ClubLog. Forritið er ekki stórt að umfangi, en er afar öflugt og hefur þróast stöðugt í fjölda ára. Logger32 er afar viðbragðsfljótt í notkun og er sett ofan á innbyggðan gagnagrunn. Einn kostur Logger32 er það getur tekið forrit frá öðrum og keyrt sem undirforrit og á þann hátt þegið og veitt upplýsingar í og úr loggbókinni. Það tengist þannig auðveldlega öðrum samskiptaforritum t.d. fyrir FT8, RTTY og öllum öðrum slíkum.

Þá er það einstakt að Logger32 kostar ekkert, og er algjörlega frítt til radíóamatöra. Þá er það ekki síður sérstakt að það er ekki einungis á ensku, heldur býðst það með ótal tungumálum og þar á meðal á íslensku, en Vilhjálmur hefur íslenskað það sem hægt er og farist það afar vel úr hendi.

Logger32 er með öflugt innbyggt kerfi sem heldur utan um viðurkenningar radíóamatöra. Í annan stað, er innbyggð tenging yfir netið á þyrpingu (e. cluster) sem veitir upplýsingar um kallmerki sem eru virk í loftinu hverju sinni, á hvaða bandi sem er. Og ef það skyldi koma DXCC eining í loftið sem ekki er þegar skráð á viðkomandi bandi og mótun, þá sprettur það upp, eiginlega með áskorun um að „grípa“ landið. Allt virkar þetta afar vel. Það var gerður góður rómur að erindi Vilhjálms og
fyrirspurnir voru margar.

Erlendir gestir ÍRA þetta fimmtudagskvöld voru hjónin Ole Garpestad, LA2RR, fyrrv. varaforseti IARU, alheimssamtaka landsfélaga radíóamatöra og eiginkona hans, Karin Margot Garpestad, LA8UW.

Sérstakar þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og má hlaða því niður á þessari vefslóð: https://www.youtube.com/watch?v=Nyc-30JzGI8  Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir upptökuna og til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að vista upptökuna á netinu.

Alls mættu 19 félagar og 3 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Vilhjálmur hóf erindið stundvíslega kl 20:30 og var m.a. fjartengdur við eigin stöð (FlexRadio 6600) heima í Kópavogi..
Menn koma sér fyrir í salnum í Skeljanesi. Fremst: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Valdimar Már Pétursson (gestur).
Næsta röð: Jón Atli Magnússon TF2AC, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Þar fyrir aftan: Ársæll Óskarsson TF3AO og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Aftast: Mathías Hagvaag TF3MH, Guðjón Már Gíslason TF3GMG og  Ole Garpestad LA2RR (gestur).
Ársæll Óskarsson TF3AO og Vilhjálmur Í . Sigurjónsson TF3VS.
Sérstakir erlendir gestir ÍRA þetta fimmtudagskvöld voru hjónin Karin Margot Garpestad LA8UW og Ole Garpestad LA2RR. Með þeim á mynd er Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmyndir: TF1AM.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + 1 =