,

Fróðlegt og áhugavert fimmtudagserindi hjá TF2JB

Jónas Bjarnason, TF2JB, fjallaði m.a. um að nú á tímum væri einfaldara og auðveldara að fara í loftið erlendis.

Jónas Bjarnason, TF2JB, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 7. apríl. Erindið nefndi hann QRV á amatörböndum erlendis? Erindið var með sama heiti og fyrirsögn greinar sem hann skrifaði og birtist í 4. tbl. CQ TF í fyrra (2010). Í meginatriðum var gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni úr handriti að framhaldsgrein sem er í vinnslu til birtingar í blaðinu.

Leitast var við að setja fram helstu forsendur núgildandi CEPT reglna (tilmæla), sem gera það m.a. að verkum að íslenskir G-leyfishafar geta farið erlendis og verið QRV á amatörböndum í 50 löndum Evrópu; N-leyfishöfum standa til boða 17 lönd í álfunni (eins og er). Einnig var fjallað um þau lönd utan Evrópu sem hafa tileinkað sér CEPT tilskipanir og þar með opnað landamæri sín gagnvart íslenskum og öðrum evrópskum leyfishöfum. Þá var bent á leiðir til að afla heimilda til að fara í loftið í löndum, sem þar standa utan. Ennfremur var fjallað um íslensku reglugerðina í ljósi umræðuefnisins.

Sveinn Guðmundsson, TF3T og fleiri höfðu áhugaverðar spurningar fram að færa um málefnið.

Stjórn Í.R.A. þakkar Jónasi Bjarnasyni, TF2JB, fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Hér má finna glærur fyrirlestra http://www.ira.is/itarefni/

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =