Fróðlegur “EchoLink” fimmtudagur í Skeljanesi
Þór Þórisson, TF3GW, flutti áhugavert og fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 24. mars. Erindið nefndi hann Reynslan af rekstri EchoLink á Íslandi. Þór er mikill áhugamaður um fyrirbærið og setti m.a. upp tengingu fyrir “EchoLink” hér á landi þegar árið 2006. Hann er ábyrgðar- og rekstrar aðili “EchoLink” þjónustu sem er í boði til leyfishafa á 145.350 MHz.
Í erindi sínu útskýrði Þór m.a. hvernig EchoLink vinnur. Um er að ræða tengingu tveggja amatörstöðva (eða fleiri) sem nota tveggja metra bandið. Merkin fara yfir netið þannig að annar leyfishafinn getur t.d. verið staddur hérlendis og hinn erlendis, í raun hvar sem er í heiminum. Forsendan er, að hvor leyfishafi um sig hafi aðgang að endurvarpa með nettengingu og búi yfir upplýsingum um svokallað “node” númer sem er 6 tölustafir. “EchoLink” hugbúnaðurinn kom fyrst fram árið 2002 og er skráður samkvæmt einkaleyfi, en radíóamatörum er heimilt að nota hann frítt. Hönnuður hugbúnaðarins er Jonathan Taylor, K1RFD. Talið er, að fjöldi radíóamatöra sem nota “EchoLink” í heiminum sé í dag um 200 þúsund, þar af eru um 5 þúsund QRV hverju sinni. Þór svaraði fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 20 manns í Skeljanesið í þetta sinn.
Bestu þakkir til Þórs Þórissonar, TF3GW, fyrir erindisflutninginn og til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!