FRÓÐLEGUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI
Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes fimmtudaginn 4. maí og flutti erindið „Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni“.
Hann skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig hann gekk frá stóru stefnuvirku loftneti á turnvagn sem hann breytti úr færanlegum í kyrrstæðan, á túninu hjá sér uppi í Borgarfirði. Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri útfærslu á “Boom-to-mast “ var að geta haft loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu úr 25 metra hæð.
Loftnetið er af gerðinni OptiBeam OB17-4 sem er 17 elementa YAGI loftnet fyrir 10, 15, 20 og 40 metra böndin. Turnvagninn er af gerðinni Kassbohrer BW-25 og hann notar Prosistel PST-71D rótor.
Georg svaraði spurningum greiðlega og fékk að lokum verðskuldað klapp og þakkir viðstaddra. Menn ræddu síðan málin yfir kaffi fram undir kl. 22:30.
Sérstakar þakkir til Georgs Magnússonar, TF2LL fyrir afar fróðlegt, áhugavert og vel flutt erindi, sem veitti góða innsýn inn í þennan spennandi þátt áhugamálsins. Alls mættu 24 félagsmenn og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í léttri úrkomu í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!