FRUMVARP TIL FJARSKIPTALAGA
Frumvarpi til til nýrra fjarskiptalaga var dreift á Alþingi í dag, 7. maí. Það er m.a. til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB, auk kynningar á uppfærslu reglugerðar ESB um samstarfsvettvang evrópskra eftirlitsaðila, svonefndar BEREC og TSM reglugerðir ásamt uppfærslu eldri gerða samkvæmt tilskipun ESB nr. 2018/1972.
Uppkast að frumvarpinu var til umfjöllunar á stjórnarfundi í ÍRA þann 3. febrúar s.l. Niðurstaða var, að ekki væri sérstök ástæða til umsagnar eða afskipta félagsins, enda áhyggjur manna um að ferlið hreyfði við CE merkingum og undanþágum fyrir radíóamatöra óþarfar, þar sem ekkert væri fjallað um þau mál í frumvarpsdrögunum.
Fundargerðin er birt í heild á bls. 40-42 í 2. tbl. CQ TF 2020 sem kom út 22. mars s.l., vefslóð: http://www.ira.is/…/2020/03/cqtf_34arg_2020_02tbl.pdf…
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!