FULLBÓKAÐ Á ARDUINO NÁMSKEIÐ HJÁ TF3VS
ÍRA gekkst fyrir nýjung í félagsstarfinu í Skeljanesi í dag laugardaginn 6. apríl. Um er að ræða grunnnámskeið með Arduino örtölvur í formi sýnikennslu og verkefna fyrir byrjendur. Leiðbeinandi var Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.
Fullbókað var á námskeiðinu, en miðað er við mest sex þátttakendur en átta voru mættir. Þegar tíðindamann bar að garði skömmu fyrir hádegið voru menn önnum kafnir líkt og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.
Námskeiðið hófst kl. 10 árdegis og er miðað við að því ljúki um kl. 15 í eftirmiðdaginn. Aðspurður sagði TF3VS að athugað verði með að bjóða nýtt námskeið eftir páska.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!