,

Fullt hús í Skeljanesi í gærkvöldi

TF3WK, Ómar, kom í heimsókn og sagði farir sínar ekki sléttar af stöðinni sinni. Stöðin, FT 897D, sendir samtímis út á USB og LSB sama hvort hann er á SSB eða CW. Niðurstaða þeirra sem í gær voru í Skeljanesi var að besta ráðið væri að fara í harðendurreisn á stöðinni. Flett var í handbókinni á netinu og Ómar fór heim með miklar og góðar leiðbeiningar fra TF3GW, TF3GB, TF3MH, TF3T, TF3EK, TF3DT og fleirum um hvað hann ætti að gera. Við bíðum frétta af tilrauninni.

TF3ARI kom í heimsókn og sagði okkur frá litum gervihnetti sem er á leiðinni til Íslands. Ari ætlar að koma 11. janúar í Skeljanes með gervihnöttinn og fræða okkur um nýja tvö hundruð hnatta kerfið sem verið er að taka í notkun. Ein af stærri stjórnstöðvum fyrir kerfið er staðsett á Reykjanesi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × three =