Fundargerð rabbfundar um neyðarfjarskipti
Rabbfundur var haldinn um neyðarfjarskipti í félagsheimili Í.R.A., 12 febrúar 2009. Fundurinn hófst klukkan 20.10 og var stungið upp á að Guðmundur Sveinsson, varaformaður félagsins stjórnaði fundinum. Fundurinn var vel sóttur og voru frummælendur þrír, þeir Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, Snorri Ingimarsson TF3IK og Andrés Þórarinsson TF3AM.
Jón Þóroddur fjallaði um alheimsskipulag neyðarfjarskipta.
Snorri fjallaði um neyðarfjarskipti jeppamanna og þeirra sem um hálendi landsins fara og nauðsyn þess að geta kallað eftir hjálp hvar sem er og hvenær sem er. Snorri útskýrði fyrir fundarmönnum hvaða aðstæður geta komið upp og sýndi fundarmönnum þau svæði á landinu sem jeppamenn eru sambandslausir.
Andrés fjallaði um fjarskiptaæfingar radíóskáta. Andrés sýndi einnig gamlar myndir af bílum, loftnetum og tækjum og sagði frá reynslu sinni af fjarskiptum innanlands.
- Fjallað var um kosti og galla Tetra kerfisins.
- Fjallað var um loftnet og loftnetspælingar í hálendisferðum.
- Halli TF3HP beindi spurningu til Jóns og spurði um ferilvöktun.
Fjörugar umræður voru á eftir og meðal annars tóku til máls:
- Jón, TF3LMN
- Henry Hálfdánsson, TF3HRY
- Ásbjörn Harðarson, TF3LA
- Sveinn, TF3T
- Einar Kjartansson, TF3EK
- Freyr, TF3VF
Fundinum var slitið upp úr kl. 22.00
Fundargerðina ritar varaformaður, TF3SG
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!