Fundargerðir stjórnar 2022/23, 2021/22, 2020/21, 2019/20 og 2018/19 eru aðgengilegar á opnunarsíðu heimasíðu – hægra megin, samanber meðfylgjandi mynd.
Íslenskir radíóamatörar, starfsárið 2018/19
(8. fundur), stjórnarskiptafundur 2019; haldinn í Skeljanesi 26. febrúar kl. 20:00.
Mættir úr fráfarandi stjórn: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri og TF2LL ritari. (TF3NE meðstjórnanda, TF2EQ varastjórn og TF3UA varastjórn vantaði).
Mættir úr viðtakandi stjórn: TF1EIN, TF3GS og TF3PW.
1. Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:10 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 7. fundar frá 16.1.2019 lögð fram.
3. Útistandandi mál fráfarandi stjórnar.
4. Stjórnarskipti; fráfarandi stjórnarmenn þakka fyrir sig, skila gögnum og húslyklum og yfirgefa fund.
5. Fundarslit.
2. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð 7. fundar frá 16.1.2019 samþykkt samhljóða.
3. Útistandandi mál fráfarandi stjórnar.
a. Erindi/tillaga TF3EK sem vísað var til nýrrar stjórnar. Varðar prófnefnd, námsefni og uppfærslu þess.
b. TF3DC og tveir stjórnarmenn vinna að tillögum um heppileg QTH sem ÍRA getur mælt með fyrir erlenda leyfishafa sem til landsins koma. Drög liggja fyrir en málið er í vinnslu.
4. Stjórnarskipti.
Fráfarandi gjaldkeri, TF3EK, skilaði tveim möppum og húslyklum. Einar hefur verið 4 ár í stjórn og þakkaði fyrir sig. Formaður þakkaði Einari og aðrir stjórnamenn tóku undir það.
5. Fundarslit.
Fundi slitið kl. 20:30.
Óskar Sverrisson, TF3DC,
fundarritari.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 1 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 26. febrúar 2019 kl. 20:30.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3GS meðstjórnandi og TF1EIN varastjórn. TF3UA var fjarverandi.
1. Fundarsetning og dagskrá.
TF3JB, formaður, setti fund kl. 20:30 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá (ásamt fundargögnum) sem var samþykkt samhljóða. Jónas bauð viðstadda nýja stjórnarmenn velkomna til starfa, þá Guðmund Sigurðsson, TF3GS; Jón Björnsson, TF3PW og Heimi Konráðsson, TF1EIN.
1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Skipun í embætti í nýrri stjórn.
3. Innkomin/útsend erindi.
27.1.2019 Svar við fyrirspurn TF1CB dags. 13.8.2018 frá PFS dags. 8.1.2019.
30.1.2019 Erindi ÍRA til þess sem málið varðar (túlkun ÍRA á 68. gr. fjarskiptalaga í ljósi svars PFS að ofan).
11.2.2019 Erindi ÍRA til PFS vegna truflana á 3566 kHz.
22.2.2019 Erindi PFS til ÍRA vegna framlengingar á heimild á 1850-2000 kHz í alþjóðlegum keppnum 2019.
4. Samskipti stjórnar, þ.m.t. fyrirkomulag verkefna, netsamskipti og fundartími stjórnarfunda.
5. Aðalfundur 2019; uppkast að fundargerð lögð fram.
6. Skipun embættismanna skv. 9. gr. félagslaga.
7. Starfsáætlun 2019/20; umfjöllun/undirbúningur.
8. CQ TF, útgáfuáætlun 2019/20 lögð fram til samþykktar.
9. Önnur mál.
(a) Uppkast að erindi til PFS vegna truflana frá ónotuðum VDSL flutningslínum.
(b) Umsókn um félagsaðild.
(c) Hugmynd um sölu tækja og búnaðar í eigu félagsins.
10. Næsti fundur stjórnar.
11. Fundarslit.
2. Skipun í embætti í nýrri stjórn.
Gengið frá skipan í embætti nýrrar stjórnar starfsárið 2019/20: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3GS meðstjórnandi, TF1EIN varastjórn og TF3UA varastjórn.
3. Innkomin/útsend erindi.
27.1.2019: Svar við erindi TF1CB til PFS varðandi túlkun á heimildum til að setja upp loftnet.
30.1.2019: Erindi ÍRA um túlkun á 68. gr. fjarskiptalaga.
11.2.2019: Erindi ÍRA til PFS vegna truflana á 3566 kHz.
22.2.2019: Erindi til PFS til ÍRA vegna framlengingar á heimild á 1850-2000 kHz í til-greindum alþjóðlegum keppnum.
4. Samskipti stjórnar, þ.m.t. fyrirkomulag verkefna, netsamskipti og fundartími.
Formaður, TF3JB, gerði tillögu um þriðjudaga sem fundardag fyrir stjórnarfundi, kl. 20:00. Hann skýrði fyrirkomulag þess hluta samskipta stjórnarmanna og upplýsingastreymis sem fara fram á netinu til undirbúnings stjórnarfundum og lagði til óbreytt fyrirkomulag. Ræddi ennfremur æskilega viðveru stjórnarmanna á opnunarkvöldum félagsaðstöðu og að stjórnarmenn skiptist á, þegar svo ber undir. Rætt um lyklamál en fimm sett af húslyklum eru til ráðstöfunar. Þar af eitt í vörslu TF3MH, umsjónarmanns húsnæðis og QSL stjóra.
5. Aðalfundur 2019; uppkast að fundargerð lagt fram.
Formaður, TF3JB, lagði fram uppkast að fundargerð aðalfundar 2019 frá TF3UA, sem var kjörinn var ritari aðalfundar. Formaður vísaði í gögn í fundarmöppu stjórnarmanna sem lögð var fram í byrjun fundarins.
6. Skipun embættismanna skv. 9. gr. félagslaga.
Skipan embættismanna er að stærstum hluta óbreytt, enda hafði formaður, TF3JB, haft samband við flesta þeirra um að halda áfram. Hann lagði til að TF3KB yrði skipaður IARU/NRAU tengiliður félagsins. Umræður urðu um málið en síðan var tillaga formanns samþykkt samhljóða.
7. Starfsáætlun 2019/20; umfjöllun/undirbúningur.
Varaformaður, TF3DC, sýndi stjórnarmönnum og fór yfir áætlun síðasta starfsárs og helstu liði hennar og skýrði. Stefnt er að því að drög að starfsáætlun liggi fyrir sem fyrst, með aðkomu nýrra manna í stjórn með hugmyndir og áherslur. Starfsáætlun og samantekt hennar er á verksviði varaformanns samkvæmt lögum félagsins.
8. CQ TF, útgáfuáætlun 2019/20 lögð fram til samþykktar.
Útgáfuáætlun CQ TF lögð var fram og samþykkt. Miðað er við útgáfu fjögurra tölublaða á starfsárinu 2019/20 líkt og var á síðasta stjórnarári. Stjórnin staðfesti að áfram yrðu prentuð 25 eintök af blaðinu, sem m.a. gætu legið frammi í félagsaðstöðunni og væru nýtt til kynningar á áhugamálinu, m.a. tengt námskeiðshaldi.
9. Önnur mál.
- Formaður, TF3JB, lagði fram uppkast að erindi til PFS vegna truflana frá ónotuðum VDSL flutningslínum. Samþykkt að vísa til samráðs við EMC nefnd.
- Bergur Axelsson, TF3BX, samþykktur nýr félagsmaður.
- Hugmynd að sölu tækja og búnaðar í eigu félagsins. Eftirfarandi er til athugunar hjá stjórn: Yaesu FT-1000MP 100W HF+50 MHz stöð; SteppIR 3E Yagi loftnet fyrir 10-20m, SteppIR BigIR stangarloftnet fyrir 6-80m, Fritzel FB 34 Yagi loftnet fyrir 10-20m, auk 1 elements fyrir 40m; „gamli“ turninn (sem tekinn var niður 25.11.2018). Formaður bað stjórnarmenn að hugsa málið á milli funda og lagði áherslu á opið söluferli og jafnræði félaganna gagnvart kaupum á hlutum í eigu félagsins.
10. Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að efnst skuli til næsta stjórnarfundar þriðjudaginn 26. mars n.k.
11. Fundarslit.
Fundi var slitið kl. 22:15.
Óskar Sverrisson, TF3DC,
fundarritari.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 2 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 26. mars 2019 kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3GS meðstjórnandi og TF1EIN varastjórn. TF3UA var staddur erlendis.
1. Fundarsetning og dagskrá.
TF3JB, formaður, setti fund kl. 20:06 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá (ásamt fundargögnum) sem var samþykkt með smávægilegri breytingu formanns frá útsendu uppkasti að dagskrá.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 8. fundar 2018/19; stjórnarskiptafundar frá 26. febrúar lögð fram.
3. Fundargerð 1. fundar 2019/20; frá 26. febrúar lögð fram.
4. Innkomin / útsend erindi.
27.2.2019…Erindi sent til ÖVSV með tilkynningu um fulltrúa félagsins á Interim fund IARU Svæðis 1 27.-28.4. n.k.
28.2.2019…Erindi sent til PFS um VSDL mál sbr. samþykkt á 1. stjórnarfundi 26.2.2019.
28.2.2019…Erindi frá OH2LAK/TF3EY með hugleiðingum um búnað félagsstöðvarinnar; sent til TF1A, TF2WIN og TF3JB.
28.2.2019…Erindi sent til OH2LAK/TF3EY vegna hugleiðinga hans um búnað TF3IRA.
01.3.2019…Erindi frá TF1MT vegna APRS mála. Svör skráð 1. og 3. mars og máli vísað til VHF stjóra.
03.3.2019…Erindi sent til PFS með tilkynningu um nýja stjórn ÍRA.
03.3.2019…Erindi sent til IARU með tilkynningu um nýja stjórn ÍRA og tengilið gagnvart samtökunum.
03.3.2019…Erindi sent til IARU Svæðis 1 með tilkynningu um nýja stjórn ÍRA.
03.3.2019…Erindi sent til IARU Svæðis 1 með tilkynningu um tengilið gagnvart samtökunum.
03.3.2019…Erindi sent til NRAU með tilkynningu um nýja stjórn ÍRA.
07.3.2019…Erindi frá PFS; framsent svar Mílu til PFS vegna VDSL erindis ÍRA til PFS 26.2.2019.
08./9.3.19…Erindi frá og sent til PFS v/VDSL erindis; afrit sent á formann EMC nefndar félagsins.
11.3.2019…Uppkast sent til stjórnarmanna að kynningarefni til umsagnar.
14.3.2019…Erindi frá Fyrirtækjaskrá RSK um skráningu nýrrar stjórnar ÍRA.
21.2.2019…Erindi frá IARU um viðtöku atkvæðisseðla ÍRA sbr. samþykkt á 7. fundi 16.1.2019.
23.2.2019…Erindi sent til IARU Svæðis 1 með upplýsingum um nýja skipan EMCOMM fulltrúa ÍRA.
23.3.2019…Erindi frá ISNIC um skráningu ira.is.
25.3.2019…Erindi ISNIC áframsent til vefstjóra félagsins til afgreiðslu.
5. Afgreiðsla útistandandi mála frá fyrri stjórn.
6. Innheimta félagsgjalda skv. 8. grein félagslaga.
7. Önnur málefni stjórnar, þ.m.t. fyrirkomulag verkefna.
8. Skipun embættismanna skv. 9. gr. félagslaga, seinni hluti.
9. Starfsáætlun 2019/20; framhaldsumræða.
10. Heimsóknir á heimasíðu eftir málaflokkum; fyrstu niðurstöður.
11. CQ TF, 2. tbl. 2019; 31. mars n.k.
12. Fundur í IARU Svæði 1 í Austurríki 26.-28. apríl.
13. „Nordics On The Air“ NOTA viðburðurinn í Finnlandi 19.-22. apríl.
14. Félagsstöðin, fyrirkomulag í fjarskiptaherbergi og loftnet.
15. Önnur mál.
(a) Gjöf til félagsins frá TF3NA þann 6. mars s.l.
(b) Kaup á búnaði í fundarsal; þráðlaus hljóðnemi & hátalari.
(c) Kaup á búnaði í fjarskiptaherbergi.
(d) Hugmynd um sölu tækja og búnaðar í eigu félagsins.
(e) Páskaleikar ÍRA 21.-22. apríl n.k.
(f) Samráðsfundur stjórnar með vefstjóra fimmtudag 28. mars kl. 17:00.
(g) Sýnd gögn sem nýir félagar í RSGB fá send.
16. Næsti fundur stjórnar.
17. Fundarslit.
2. Fundargerð 8. fundar 2018/19; stjórnarskiptafundar frá 26. febrúar lögð fram.
Fundargerð stjórnarskiptafundar nr. 8 2018/19 samþykkt án athugasemda.
3. Fundargerð 1. fundar 2019/20; frá 26. febrúar lögð fram.
Fundargerð 1. fundar nýrrar stjórnar frá 26. febrúar samþykkt án athugasemda.
4. Innkomin / útsend erindi.
Formaður TF3JB fór yfir móttekin / útsend erindi á milli stjórnarfunda og afgreiðslu þeirra. Hann fór yfir einstök erindi og skýrði og svaraði spurningum stjórnarmanna.
5. Afgreiðsla útistandandi mála frá fyrri stjórn.
Formaður TF3JB fór yfir stöðu útistandandi mála frá fyrri stjórn, samanber síðustu fundargerð – en þau eru til vinnslu hjá nýrri stjórn.
6. Innheimta félagsgjalda skv. 8. grein félagslaga.
Innheimta félagsgjalda er í undirbúningi, en gjaldkeri TF3PW vantar gögn. Málið skýrðist að hluta á stjórnarfundinum með aðgangi að upplýsingum í heimabanka félagssjóðs.
7. Önnur málefni stjórnar, þ.m.t. fyrirkomulag verkefna.
Rætt um fyrirkomulag verkefna og verkaskiptingu stjórnar.
8. Skipun embættismanna skv. 9. gr. félagslaga, seinni hluti.
Málinu frestað að ósk formanns, TF3JB.
9. Starfsáætlun 2019/20; framhaldsumræða.
Varaformaður, TF3DC, lagði fram og fór yfir drög að starfsáætlun stjórnar. Drögin höfðu áður verið send sérstaklega til nýrra (og „ferskra“) stjórnarmanna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tillaga um frekara kynningarstarf almennt um áhugamálið – en ennfremur frekari áhersla á YOTA ungmennaverkefnið – sem síðasta stjórn kom á dagskrá. Hér er m.a. átt við skipun TF2EQ í embætti ungmennafulltrúa ÍRA, heimsóknir radíóskáta í félagsaðstöðuna í Skeljanesi o.fl.
10. Heimsóknir á heimasíðu eftir málaflokkum; fyrstu niðurstöður.
Varaformaður, TF3DC, lagði fram yfirlit yfir „fyrstu tölur“ af „brölti“ sínu og áhuga um teljara á heimasíðu félagsins. Úr yfirlitinu mátti lesa heildarfjölda heimsókna á heimasíðu síðustu 12 mánuði en einnig heimsóknir á einstaka undirflokka á heimasíðu. Ef marka má tölurnar eru heimsóknir á heimasíðuna um 50 á dag, að jafnaði. Ákveðið var að nota tækifærið og fara yfir yfirlitið og öryggi talningar á fundi með vefstjóra, TF3WZ, sem boðaður hefur verið til fundar síðar í vikunni.
11. CQ TF, 2. tbl. 2019; 31. mars n.k.
Formaður, TF3JB, greindi frá að útgáfa 2. tölublaðs CQ TF muni standast útgáfuáætlun og kemur blaðið út á PDF formi á heimasíðu sunnudaginn 31. mars. Í framhaldi er gert ráð fyrir prentun 25 eintaka blaðsins (líkt og var á síðasta stjórnarári) samanber samþykkt nýrrar stjórnar. Formaður greindi frá óformlegum fundi hans og varaformanns TF3DC, með ritstjóra TF3SB og umbrotsmanni TF3VS, þar sem þeim voru þökkuð góð störf.
12. Fundur í IARU Svæði-1 26.-28. apríl.
Rætt um fund í IARU Svæði 1 í Vín í Austurríki í lok apríl. ÍRA hefur ekki haft forsendur í gegnum tíðina til að sækja „Interim“ fundi (millifundi) í Svæði 1. Formaður, TF3JB, greindi frá því að IARU/NRAU tengiliður félagsins hafi sýnt áhuga á að sækja fundinn á eigin kostnað og hafi hann samþykkt þá málaleitan fyrir hönd stjórnar.
13. „Nordics On The Air“ NOTA-viðburðurinn í Finnlandi 19.-22. apríl.
„Nordics On The Air“ ungmennaviðburðurinn verður haldinn á vegum IARU Svæðis 1 og í umsjón SRAL í Finnlandi um páskahelgina. Samþykkt að stuðla að því að ungmennafulltrúa ÍRA, Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, geti sótt viðburðinn. Áætlaður beinn kostnaður félagssjóðs nemur 45 þúsund krónum.
14. Félagsstöðin, fyrirkomulag í fjarskiptaherbergi og loftnet.
Rætt um félagsstöðina TF3IRA. Meðstjórnandi, TF3GS, spurði um heildstæða hönnun (e. lay-out) fyrir fjarskiptaherbergið. Formaður, TF3JB, skýrði frá hugmyndum og tillögum (sem eru í vinnslu) m.a. frá félagmönnum í þessu sambandi. Umræður fóru fram, m.a. um að standa skipulega að málum þar sem gengið verði m.a. út frá þeirri forsendu að gera starfrækt fleiri en eina HF fjarskiptastöð samtímis.
15. Önnur mál.
(a) Gjöf til félagsins frá TF3NA þann 6. mars s.l.
Formaður, TF3JB, skýrði frá og þakkaði gjöf TF3NA til félagsins. Um er að ræða 25 Stacco stóla á tilheyrandi flutningsgrind sem bárust félaginu að gjöf, líkt og „himnasending“, þann 6. mars síðastliðinn. Sérstakar þakkir voru bókaðar til TF3NA í nafni félagsins.
(b) Kaup á búnaði í fundarsal; þráðlaus hljóðnemi & hátalari.
Samþykkt að fela gjaldkera, TF3PW, kaup á hátalara og tilkeyrandi búnaðar til nota í fundarsal.
(c) Kaup á búnaði í fjarskiptaherbergi.
Varaformanni, TF3DC, falið að annast nauðsynleg kaup á efni (í samráði við stjórn) vegna uppsetningar á Hustler HF stangarloftneti í eigu félagsins. Ennfremur heyrnartól með hljóðnema til notkunar í fjarskiptaherbergi, endafædd loftnet fyrir félagsstöðina og aðlögunarspenna til notkunar á námskeiðinu „fyrstu skrefin“.
(d) Hugmynd um sölu tækja og búnaðar í eigu félagsins.
Samþykkt að heimila sölu á Yaesu FT-1000 HF stöð félagsins, SteppIR BigIR stangarloftneti og SteppIR 3E Yagi loftneti ásamt tilheyrandi búnaði. Ákveðið að falla frá sölu á gamla turninum sem tekinn var niður í nóvember s.l.
(e) Páskaleikar ÍRA 21.-22. apríl n.k.
Rætt um páskaleikana og mikilvægt framlag Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns leikanna í því sambandi. Ennfremur rætt um viðurkenningar og verðlaun til félaga sem ná bestum árangri.
(f) Samráðsfundur stjórnar með vefstjóra.
Samráðsfundur verður haldinn með stjórnarmönnum (sem eru viðlátnir) fimmtudaginn 28. mars kl. 17 í Skeljanesi. Til umræðu eru m.a. Google mail o.fl., vefsíða, gagnavarsla, norræn blöð og aðgangsmál. Skipulag tölvumála í fjarskiptaaðstöðu og öryggismál tölvukerfa félagsins almennt.
(g) Sýnd gögn sem nýir félagar í RSGB fá send.
Formaður, TF3JB, sýndi handbók og önnur gögn sem nýir félagar í RSGB fá send þegar þeir ganga frá greiðslu félagsgjalds. Umræður og hugmyndaflug, m.a. tengt ávarpsbréfi ÍRA til nýrra félaga og nýju kynningarefni sem er í vinnslu hjá stjórn. Kynningarefnið er hugsað sem almennt til kynningar á áhugamálinu ásamt því að upplýsingar um ÍRA eru fléttaðar þar inn. Kynningarefnið er hugsað á svipuðu formi og ávarpsbréfið, þ.e. ein opna (fjórar A4 blaðsíður), prentaðar í lit.
16. Næsti fundur stjórnar.
Stefnt verði að boðun næsta fundar stjórnar um mánaðarmótin apríl/maí n.k.
17. Fundarslit.
Fundi slitið kl. 22:20.
Óskar Sverrisson, TF3DC,
fundarritari.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 3 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 11. júní 2019 kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3GS meðstjórnandi, TF3UA varastjórn og TF1EIN varastjórn.
1. Fundarsetning og dagskrá.
TF3JB, formaður, setti fund kl. 20:10 og lagði fram uppfærða tillögu að dagskrá með þeirri breytingu, að TF3KB mun mæta á fundinn og skýra stuttlega frá ferð sem hann fór sem fulltrúi ÍRA á fund í IARU Svæði 1 26.-28. apríl s.l. Uppfærð tillaga að dagskrá samþykkt samhljóða.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 2. fundar 2019/20; frá 26. mars 2019 lögð fram.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
26.03.2019…Erindi frá Haraldi G. Jónssyni; varðar Kenwood TM-281 bílstöð fyrir 2 m bandið; svarað sama dag.
27.03.2019…Erindi M6WXF um heimild til að fara í loftið frá TF sem ferðamaður; svarað sama dag.
31.03.2019…Erindi frá Eiríki Þór Sigurjónssyni með fyrirspurn um Yaesu FT-180A stöðvar; svarað sama dag.
01.04.2019…Erindi frá M. Lowell í Keflavík um amatörstöð sem hann festi kaup á; svarað sama dag.
06.04.2019…Erindi frá TF3JA með ósk um aðgang að félagsstöð ÍRA; svarað 08.04.2019.
08.04.2019…Erindi frá TF3JA með fyrirspurn um næsta stjórnarfund; svarað sama dag.
09.04.2019…Erindi frá TF3JA með nánari fyrirspurn um aðgang að félagsstöð ÍRA; svarað sama dag.
09.04.2019…Erindi frá TF3JA um viðveru TF3JB í Skeljanesi.
30.04.2019…Erindi frá TF3JA með fyrirspurn um dagsetningu stjórnarfundar; svarað sama dag og 3. maí.
08.05.2019…Erindi sent til TF3JA með upplýsingum um fundardag stjórnarfundar; hann sendir svarpóst 16.05.2019.
10.05.2019…Erindi frá IARU; IARU Calendar Number 200; dags. 9. maí 2019.
10.05.2019…Erindi frá IARU; Kjörgögn vegna tillögu nr. 259 um umsókn SARS í Sádi-Arabíu um aðild að IARU.
10.05.2019…Erindi frá IARU; Kjörgögn vegna tillögu nr. 260 um umsókn SARA í Seychelles-eyjum um aðild að IARU.
19.05.2019…Erindi sent til TF3JA þess efnis að stjórnarfundi 21.05. hafi verið frestað.
20.05.2019…Erindi frá Burak Ö., með ábendingu um villu á heimasíðu félagsins; svarað sama dag.
23.05.2019…Erindi frá PA3A sem heimsækir Ísland í sumar og bendir á villur á heimasíðu; svarað sama dag.
03.06.2019…Erindi sent til TF3JA þess efnis að stjórnarfundur hafi verið boðaður 11.06. n.k.
03.06.2019…Erindi frá TF3JA með upplýsingum um fyrirhugaðar prófanir hans frá félagsstöðinni.
06.06.2019…Erindi frá TF3JA með nánari upplýsingum um fyrirhugaðar prófanir.
07.06.2019…Erindi frá TF3JA með nánari upplýsingum um fyrirhugaðar prófanir.
4. Skipun embættismanna skv. 9. gr. félagslaga, seinni hluti.
5. Innheimta félagsgjalda og staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
6. Frumvarp að starfsáætlun 2019/20, kynning varaformanns.
7. Kaup á loftnetum og búnaði skv. samþykkt stjórnarfundar nr. 2/2019, kynning varaformanns.
8. Útkoma 3. tbl. CQ TF 2019 29. júní; kynning formanns.
9. Afgreiðsla útistandandi mála frá fyrri stjórn/stjórnum félagsins.
(a) Frá 26. febrúar 2019 (8. stjórnarfundur 2018/19); Erindi TF3EK um prófmál.
(b) Frá stjórnarárinu 2017/18; ráðstöfun TF3JA á 15 metra loftnetsturni félagsins
10. Erindi TF3JA til félagsins dags. 6. apríl s.l. (með síðari skýringum).
11. „Nordics On The Air“ viðburðurinn í Finnlandi 19.-22. apríl; TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA.
12. „Interim fundur“ í IARU Svæði 1 í Austurríki 26.-28. apríl; TF3KB, IARU/NRAU tengiliður ÍRA.
13. Önnur mál.
(a) Afgreiðsla á erindi IARU dags. 10. maí s.l.
(b) Ákvörðun um sölu á tækjum og búnaði í eigu félagsins; kynning formanns.
(c) VHF leikarnir 13. og 14. júlí.
(d) 40. TF útileikarnir 3.-5. ágúst.
(e) Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 17. ágúst.
(f) Myndataka af nýrri stjórn ÍRA 2019/20.
14. Næsti fundur stjórnar.
15. Fundarslit.
2. Fundargerð 2. fundar 2019/20 frá 26. mars lögð fram.
Fundargerð 2. stjórnarfundar frá 26. mars 2019 lögð fram og samþykkt.
3. Innkomin / útsend erindi.
Formaður, TF3JB, fór yfir innkomin og útsend erindi á milli stjórnarfunda. Hann nefndi, að hann reyni að svara innkomnum erindum samdægurs.
4. Skipun embættismanna skv. 9. gr. félagslaga, seinni hluti.
Formaður, TF3JB, fór yfir framlagðan heildarlista embættismanna þar sem fram koma embætti sem skipað var í á síðasta fundi (26.3.2019) og þar sem færðar hafa verið inn tilnefningar í þau embætti sem ekki náist að afgreiða á þeim fundi en koma nú til afgreiðslu.
Nýjung starfsárið 2019/20 er stofnun ritnefndar CQ TF. Í hana eru tilefndir fjórir menn, TF3SB ritstjóri ásamt TF3JB formanni, TF3DC varaformanni og TF3VS umbrotsmanni blaðsins. TF3JB, formaður, útskýrði að þessir félagar hafi átt óformlega fundi á starfsárinu og hugmyndin með ritnefnd, sé að styrkja embætti ritstjóra.
Í annan stað, er gerð tillaga um að endurvekja embætti keppnisstjóra – í ljósi þess að loftnetabúskapur félagsstöðvarinnar fer batnandi – og í ljósi þeirrar stefnu stjórnar að leitast verði við að taka þátt í sem flestum alþjóðlegum keppnum frá TF3IRA strax og búnaður og loftnet leyfa. TF3DC, varaformaður, tekur embættið að sér til að byrja með.
Þá er gerð tillaga um nýtt embætti tengiliðar neyðarfjarskipta. Formaður, TF3JB, skýrði fundinum frá því að í ljósi fenginnar reynslu af skipan í embætti neyðarfjarskiptastjóra – sem í raun hafi aldrei náð flugi – teldi hann æskilegt að ráðstafa þessum málaflokki undir embætti sérstaks tengiliðar, fremur en að endurvekja embætti neyðarfjarskiptastjóra sem slíkt – að sinni. Tillagan fékk umræður og leist stjórnarmönnum vel á þetta fyrirkomulag. TF3JB, formaður, var tilnefndur til embættisins.
Framlagður heildarlisti embættismanna 2019/20 var í framhaldi samþykktur samhljóða.[1]
5. Innheimta félagsgjalda og staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
Alls hafa 76 félagsmenn greitt félagsgjald, en rúmlega 100 eiga eftir að borga. Fram kom m.a. í máli TF3PW, gjaldkera, að líklega muni flestir greiða á eindaga (sem er 1. ágúst n.k.).
TF2LL, ritari, spurði um misræmi milli greiðslna á bankayfirliti og skráningar félagsmanna, þ.e. að í einhverjum tilvikum hafi menn gengið í félagið en ekki verið færðir inn á félagatal. Gjaldkeri svara því til, að hann sé að vinna í því máli með nýjum „Access“ gagnagrunni og verði því verki lokið innan skamms. Gjaldkeri skýrði jafnframt frá því, að félagar skiptast á nokkra gjaldflokka, s.s. heiðursfélaga, eldri félaga, yngri félaga (sem eru undanþegnir félagsgjaldi), auk flokks maka félaga.
6. Frumvarp að starfsáætlun, kynning varaformanns.
TF3DC, varaformaður, fór yfir framlagt lokafrumvarp að starfsáætlun 2019/20 og var það samþykkt samhljóða. Fram kom í máli Óskars, að starfsáætlunin verði til kynningar í nýju hefti CQ TF sem kemur út þann 30. júní n.k.
7. Kaup á loftnetum o.fl. skv. samþykkt stjórnarfundar 2/2019; kynning varaformanns.
TF3DC, varaformaður, skýrði frá því að keypt hafi verið endafædd hálfbylgjuloftnet fyrir 30, 40, 80 og 160 metrana, auk tveggja nýrra höfuðtóla með áföstum hljóðnema. Höfuðtólin munu hvorutveggja nýtast fyrir ICOM og KENWOOD stöðvar félagsins.
8. Útkoma 3. tbl. CQ TF 2019.
TF3JB, formaður, kynnti helstu efnistök í nýju hefti CQ TF fyrir fundarmönnum, en það kemur út sunnudaginn 30. júní. Jónas skýrði ennfremur frá áframhaldandi ánægjulegum og jákvæðum undirtektum félagsmanna hvað varðar útgáfu félagsritsins eftir að útgáfan var endurvakin í apríl 2018. Hann sagðist ánægður með að útgáfuáætlun blaðsins hafi staðist fullkomlega frá upphafi. Þá væri hvetjandi að æ fleiri félagar senda efni í blaðið.
9. Afgreiðsla útistandandi mála frá fyrri stjórn/stjórnum félagsins.
(a) Frá 26. febrúar 2019 (8. stjórnarfundur 2018/19); Erindi TF3EK um prófmál.
Erindi TF3EK um prófamál, frá 26. febrúar 2019 (8. stjórnarfundur 2018/19 – stjórnarskipta-fundur). TF3JB, formaður, lagði til að stjórn félagsins sendi formlegt erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar um próf og prófkröfur með tilliti til krafna stofnunarinnar og HAREC (e. Harmonised Amateur Radio Examination Certificate). TF3UA lagði til, að uppkast að slíku erindi verði borið undir prófnefnd. Tillaga formanns með áorðinni breytingu TF3UA samþykkt samhljóða.
Hlé var nú gert á hefðbundinni dagskrá þar sem Kristján Benediktsson, TF3KB, IARU/NRAU tengiliður ÍRA var mættur á fundinn.
Kristján skýrði frá för sinni á „Interim“ fund í IARU svæði 1, sem haldinn var í Austurríki 26.-28. apríl s.l. Til kynningar skýrði hann m.a. frá svæðaskiptingu IARU, hvernig stjórnskipulag er, hvað er að vera IARU tengiliður, hvernig fundarhöldum var háttað o.fl.
Þá fór TF3KB yfir bandplön og hvernig þau meðmæli vilja „brotna“ (einkum) í alþjóðlegum keppnum. Hann skýrði, að bandplönin hefðu í raun hvorki laga- né reglugerðarvægi, heldur væri „recommendation“ eða notkun sem mælt er með í tilteknum tíðnibilum á böndunum. Kristján fjallaði um önnur umfjöllunarefni fundarins í Vín, þ.á.m. áhyggjur manna af truflanahættu frá þráðlausum hleðslutækjum rafmagnsbíla í tíðnisviðum okkar.
Jónas spurði Kristján hvort hann muni geta tekið saman greinagerð til birtingar í CQ TF og hugsanlega haft erindi um efnið á komandi vetraráætlun. TF3KB mjög jákvætt í það. Fram kom, að Kristján sótti fundinn án aðkomu félagssjóðs, þ.e. á eigin kostað. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem ÍRA átti fulltrúa á Interim fundi IARU Svæðis 1.
TF3KB var þakkað með lófaklappi fyrir að sækja fundinn og fyrir gott erindi og svör. Fundi var á ný framhaldið eftir að hann yfirgaf fundarstað.
9. Afgreiðsla útistandandi mála frá fyrri stjórn/stjórnum félagsins.
(b) Frá stjórnarárinu 2017/18; ráðstöfun TF3JA á 15 metra loftnetsturni félagsins.
TF2LL, ritari, skýrði frá því að fyrir nokkrum árum hafi félagið fengið 15 metra háan loftnetsturn að gjöf. Georg sagði, að þegar hann kom inn í stjórn félagsins eftir aðalfundinn í mars 2018, hafi hann farið að svipast um eftir turninum í þeim tilgangi að setja hann upp við suðurenda neðri skemmunnar, en vilyrði hafði fengist fyrir því á sínum tíma. Turninn var hins vegar hvergi sjáanlegur og eftir nokkra eftirgrennslan virðist enginn félagsmaður vita neitt um afdrif hans. Georg sagðist fara fram á það við stjórn félagsins, að auglýst verði eftir turninum á heimasíðu ÍRA og FB síðum. Tillaga TF2LL var samþykkt samhljóða og ákveðið að fela TF2LL og TF3UA að semja texta fyrir auglýsinguna. Til er mynd af turneiningunum sem hægt er að birta með auglýsingunni.
10. Erindi TF3JA til félagsins dags. 6. apríl s.l. (með síðari skýringum).
TF3JA hefur óskað eftir afnotum af stöð félagsins til tilraunasendinga. Nokkrar bréfaskriftir hafa farið fram á milli félagsins og hans um þessa beiðni. Samþykkt samhljóða að stjórn félagsins óski eftir nánari útskýringu TF3JA hvað hann hefur í hyggju. Undir dagskrárliðnum kom m.a. fram, að skoðun stjórnar ÍRA er óbreytt (líkt og fram kom í janúarhefti CQ TF 2019), að styðja notkun fjarskiptaaðstöðunnar utan opnunarkvölda vegna óska félagsmanna að gera tilteknar tilraunir og/eða athuganir.
Þegar hér var komið fundi, gerði TF3JB, formaður, að tillögu sinni (í ljósi óafgreiddra dagskrárliða) að fundi yrði frestað til 2. eða 9. júlí n.k.[2]
Fundi slitið kl 22:10.
Georg Magnússon, TF2LL,
Ritari ÍRA.
Embættismenn ÍRA starfsárið 2019/20; skipaðir af stjórn 26.3. og 11.6. 2019
EMBÆTTI / NEFND | NAFN | KALLMERKI | LEYFISBRÉF |
Prófnefnd, formaður | Vilhjálmur Þór Kjartansson | TF3DX | 44 |
– prófnefnd | Kristinn Andersen | TF3KX | 91 |
– prófnefnd | Þór Þórisson | TF1GW | 126 |
– prófnefnd | Einar Kjartansson | TF3EK | 308 |
– prófnefnd | Vilhjálmur Í. Sigurjónsson | TF3VS | 235 |
EMC nefnd, formaður | Sæmundur Einar Þorsteinsson | TF3UA | 90 |
– EMC nefnd | Gísli Gissur Ófeigsson | TF3G | 105 |
– EMC nefnd | Yngvi Harðarson | TF3Y | 89 |
Ritstjóri CQ TF | Sigurbjörn Þór Bjarnason | TF3SB | 69 |
– ritnefnd | Jónas Bjarnason | TF3JB | 80 |
– ritnefnd | Óskar Sverrisson | TF3DC | 99 |
– ritnefnd | Vilhjálmur Í. Sigurjónsson | TF3VS | 235 |
Vefstjóri | Ölvir Styrr Sveinsson | TF3WZ | 438 |
Viðurkenningastjóri | Brynjólfur Jónsson | TF5B | 125 |
VHF stjóri | Ari Þórólfur Jóhannesson | TF1A | 174 |
Stöðvarstjóri félagsstöðvar | Jónas Bjarnason | TF3JB | 80 |
Keppnisstjóri félagsstöðvar | Óskar Sverrisson | TF3DC | 99 |
QSL stjóri TF-ÍRA QSL Bureau | Mathías Hagvaag | TF3MH | 411 |
Páskaleikar, umsjónarmaður | Hrafnkell Sigurðsson | TF8KY | 423 |
VHF leikar, umsjónarmaður | Hrafnkell Sigurðsson | TF8KY | 423 |
TF útileikar, umsjónarmaður | Einar Kjartansson | TF3EK | 308 |
Umsjónarmaður námskeiða | Jón Björnsson | TF3PW | 451 |
Umsjónarmaður félagsaðstöðu | Mathías Hagvaag | TF3MH | 411 |
Umsjónarmaður endurvarpa | Guðmundur Sigurðsson | TF3GS | 251 |
– umsjónarmaður endurvarpa | Sigurður Harðarson | TF3WS | 218 |
– umsjónarmaður endurvarpa | Ari Þórólfur Jóhannesson | TF1A | 174 |
PFS tengiliður | Jónas Bjarnason | TF3JB | 80 |
Neyðarfjarskipti, tengiliður | Jónas Bjarnason | TF3JB | 80 |
IARU/NRAU tengiliður | Kristján Benediktsson | TF3KB | 41 |
Ungmennafulltrúi | Elín Sigurðardóttir | TF2EQ | 434 |
YOTA verkefnisstjóri | Elín Sigurðardóttir | TF3EQ | 434 |
– YOTA aðstoðarverkefnisstjóri | Árni Freyr Rúnarsson | TF8RN | 447 |
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 4 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 18:30.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3GS meðstjórnandi, TF3UA varastjórn og TF1EIN varastjórn. TF3DC varaformaður, boðaði forföll.
1. Fundarsetning og dagskrá.
TF3JB, formaður, bauð stjórnarmenn velkomna og setti fund kl. 18:35. Hann lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 3. fundar 2019/20; frá 11. júní 2019 lögð fram.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
03.06.2019…Erindi sent til TF3JA um að samantekt um fyrirhugaðar tilraunir frá 16.5. verði lögð fyrir stjórnarfund 11.6.
06.06.2019 og 07.06.2019…Mótteknir 2 tölvupóstar frá TF3JA; eða „einskonar svar/svör“ við ofangreindum tölvupósti.
12.06.2019…Erindi frá TF3GB þar sem þess er farið á leit að félagið geri sig ekki að millilið við PFS v/truflanamála.
12.06.2019…Erindi sent til TF3GB þar sem formaður lýsir yfir að hvorki stjórn né félagsmenn muni eiga afskipti af málinu.
13.06.2019…Erindi frá þjónustufulltrúa LÍ þar sem óskað er eftir skönnuðum skilríkjum allra stjórnarmanna.
14.06.2019…Erindi sent til þjónustufulltrúa LÍ þar sem óskað er upplýsinga um í hvaða lög bankinn vísar vegna málsins.
14.06.2019…Erindi frá þjónustufulltrúa LÍ (svar) með tilvísan í umrædd lög.
16.06.2019…Erindi frá TF3G um gjöf eldingavara til félagsins; FlexLine Surge Arrester.
16.06.2019…Erindi sent til TF3G með þökkum fyrir hönd félagsins.
18.06.2019…Erindi sent til TF3JA með beiðni um frekari upplýsingar um fyrirhugaðar tilraunir frá félagsstöðinni.
05.07.2019…Erindi sent til TF3JA þar sem erindi frá 18.6. er ítrekað.
05.07.2019…Erindi frá TF3JA; staðfesting á móttöku erindi TF3JB.
08.07.2019…Erindi frá TF3JA; svar TF3JA við erindum 18.6. og 5.7.
08.07.2019…Erindi frá TF3GS f.h. APRS hóps um stuðning til kaupa á búnaði.
4. Innheimta félagsgjalda og staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
5. Tillaga um kaup á búnaði vegna fjarskipta um Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið.
6. Tillaga um kaup á APRS búnaði; stuðningur til að auka gæði og notkunarmöguleika.
7. Tillaga um veitingu sérstaks verðlaunagrips í tilefni 40. TF útileikanna 2019.
8. Tillaga um veitingu verðlaunagripa í 7. VHF leikum ÍRA 2019.
9. Fundir í tengslum við sýninguna í Friedrichshafen 21.-22.6. sem voru sóttir af fulltrúum félagsins.
10. Félagsritið CQ TF, 3. tbl. 2019 kom út 30. júní.
11. Horfinn turn, tilkynning sett a heimasíðu félagsins og FB síður 25.6.2019.
12. Erindi TF3JA til félagsins dags. 6. apríl s.l. (með síðari skýringum).
13. Önnur mál.
(a) Tillaga um sölu á tækjum og búnaði í eigu félagsins; framhaldsumræða.
(b) Nefnd um stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa; TF3DC formaður.
14. Næsti fundur stjórnar.
15. Fundarslit.
2. Fundargerð 3. fundar 2019/20 frá 11. júní lögð fram.
Fundargerðin lögð fram. Fram kom smávægileg gagnrýni á orðalag og var ritara falið að breyta því. Fundargerðin að því búnu samþykkt.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, fór yfir innkomin og útsend erindi. Umræða varð um truflanir frá sendingum radíóamatöra inn á mismunandi netkerfi fjarskiptafélaganna.
4. Innheimta félagsgjalda og staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
Gjaldkeri, TF3PW, kynnti stöðu félagssjóðs, innheimtu ársins og fleira. Alls 94 félagsmenn hafa greitt félagsgjald en 84 eiga eftir að greiða. Gjaldkeri benti á, að eindagi væri að þessu sinni 1. ágúst n.k. og því líklegt að þá greiði margir. Um 1,2 milljónir króna eru í félagssjóði.
5. Tillaga um kaup á búnaði vegna fjarskipta um Es’hail-2/P4A/Oscar 100 gervitunglið.
VHF stjóri félagsins, TF1A, leggur til kaup á búnaði til samskipta frá TF3IRA um nýja Oscar 100 gervitunglið. Um er að ræða 20W Oscar 100 transverter frá PE1CMO. Áætlað er að kostnaður nemi um 118 þúsund krónum með aukabúnaði og tengjum, kominn til landsins. Stjórn ÍRA heimilar kaup á þessum búnaði til að koma á, styðja og efla virkni í samskiptum um þetta nýja gervitungl.
6. Tillaga um kaup á APRS búnaði; stuðningur til að auka gæði og notkunarmöguleika.
Meðstjórnandi, TF3GS, leggur til kaup á búnaði til frekari uppbyggingar APRS kerfisins. Um er að ræða Microsat WX3in1 Mini APRS Advanced Digipeater/I-gate (2 stk.) og PLXDigi – APRS Digipeater (2 stk.). Áætlað er að kostnaður nemi um 45 þúsund krónum, kominn til landsins. Stjórn ÍRA heimilar kaup á þessum búnaði til að styðja og efla virkni APRS kerfisins.
7. Tillaga um veitingu sérstaks verðlaunagrips í tilefni 40. TF útileikanna 2019.
Formaður, TF3JB, leggur fram tillögu um að veglegur verðlaunabikar verði veittur fyrir bestan árangur í TF útileikunum þetta árið í tilefni 40 ára afmælis útileikanna í stað hefðbundins verðlaunaplatta. Fyrstu fimm sætin fái viðurkenningarskjöl. Stjórn ÍRA samþykkti tillöguna samljóða.
8. Tillaga um veitingu verðlaunagripa í VHF/UHF leikum ÍRA 2019.
Formaður, TF3JB, leggur fram tillögu þess efnis, að veittir verði frambærilegir verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjú sætin í VHF/UHF leikum félagsins. Val á verðlaunum taki mið af verðlaunum sem veitt voru í Páskaleikum félagins fyrr á þessu ári. Stjórn ÍRA samþykkti tillöguna samhljóða.
9. Fundir samhliða sýningunni í Friedrichshafen 2019 sem voru sóttir af fulltrúum ÍRA.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að fjórir fulltrúar ÍRA: TF3JB, TF3KB, TF2EQ og TF1A hafi sótt fundi sem haldnir voru samhliða Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen í Þýska-landi 21.-23. júní s.l. Formaður skýrði frá því helsta sem fram fór á þessum fundum. Frá þessu verður nánar sagt í næsta hefti CQ TF. Fram kom, að allir sóttu fundina í eigin tíma og á eigin kostnað þannig að félagssjóður hafi ekki þurft að bera kostnað af neinu tagi.
10. CQ TF, 3. tbl. 2019.
Formaður, TF3JB, fjallaði um útkomu CQ TF sunnudaginn 30. júní s.l., sem var 45 bls. að stærð að þessu sinni. Efni er fjölbreytt og eiga tólf félagar efni í þessu blaði. Stjórn ÍRA þakkar sérstaklega ritstjóra, Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB og Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS, umbrotsmanni, frábær störf. Formaður létt þess getið, að sem fyrr væri almenn ánægja með útkomu blaðsins, sem væri vel.
11. Horfinn turn, tilkynning sett á heimasíðu félagsins og FB síðu 25.6.2019.
Auglýsing var sett á heimasíðu félagsins og fésbókarsíðu 25. júní s.l. TF3T hafði samband og benti á að turneining lægi fyrir neðan gáma á lóð Tækniskólans fyrir utan ÍRA portið. TF2LL skýrði frá því, að hann hafi þegar farið á staðinn og að ábendingin hafi reyst rétt; grunneining turnsins lá þar enn og var hún færð í portið á milli húsa í Skeljanesi. Nokkrar umræður urðu um málið, en gera má ráð fyrir því að þessar turneiningar séu glataðar. Ákveðið að hinkra með þetta mál að sinni.
Þegar hér var komið, þurfti TF3UA að víkja af fundi.
12. Erindi TF3JA til félagsins dags. 6. apríl s.l. (með síðari skýringum).
TF3JA hefur óskað eftir aðgangi að félagsstöðinni TF3IRA til SSTV tilraunasendinga. Stjórn ÍRA hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá TF3JA um málið. Hann hefur svarað stjórn, en stjórn félagsins telur þau svör sem borist hafa ekki fullnægjandi. Samþykkt var að fara þess á leit við formann, að freista þess að leita eftir nánari útskýringum hvað Jón ætlist fyrir. Fari svo að þau svör verði metin ófullnægjandi, mun stjórn ÍRA neyðast til að hafna beiðninni.
Önnur mál.
(a) Tillaga um sölu á tækjum og búnaði í eigu félagsins; framhaldsumræða.
Rætt hefur verið innan stjórnar ÍRA, að selja þurfi hluta af eldri búnaði félagsins sem ekki er beinlínis not fyrir lengur. Um er að ræða fjarskiptatæki, loftnet og rótora. Umræða varð um hvernig best væri að hátta sölu á þessum búnaði. Tillaga kom fram þess efnis, að gefa félögum kost á að bjóða í búnaðinn og hann síðan seldur hæstbjóðanda – en með því skilyrði, að tilskilið lágmarksverð fáist. Í framhaldi varð nokkur umræða um gangverð notaðra fjarskiptatækja og búnaðar radíóamatöra, framkvæmd sölunnar, auglýsingar og fleira. Formaður TF3JB, tekur að sér að ganga frá þessu máli í samráði við aðra stjórnarmenn á milli funda.
(b) Nefnd um stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH fyrir erlenda leyfishafa.
Dagskrárlið frestað vegna fjarveru formanns nefndarinnar og varaformanns, TF3DC.
Undir dagskrárliðnum samþykkti stjórn félagsins að þakka Gísla G. Ófeigssyni, TF3G, fyrir eldingavara sem hann færði félaginu að gjöf. Þetta eru eldingavarar af gerðinni Flexline sem munu nýtast félaginu vel.
14. Næsti fundur stjórnar.
Ákveðið var að stefnt skuli að næsta fundi stjórnar í byrjun september n.k.
15. Fundarslit.
Formaður, TF3JB, þakkaði að lokum stjórnarmönnum og sleit fundi kl 20:00.
Georg Magnússon, TF2LL,
Ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 5 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi mánudag 30. september kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3UA varastjórn og TF1EIN varastjórn. TF3GS, meðstjórnandi, boðaði seinkun og mætti hálftíma síðar.
1. Fundarsetning og dagskrá.
TF3JB, formaður, bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 20:06. Hann lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 4. fundar 2019/20; frá 8. júlí 2019 lögð fram.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
11.08.2019…Erindi frá IARU Svæði 1 vegna undirbúnings WRC-19.
15.08.2019…Erindi frá L.Í., þjónustufulltrúa fyrirtækja…vantar undirskriftir TF2LL og TF3GS.
15.08.2019…Erindi sent til þjónustufulltrúa L.Í. Næsti stjórnarfundur fyrirhugaður 3. september.
15.08.2019…Erindi frá L.Í. um að þjónustufulltrúinn sé að fara í orlof og málið fari til annars fulltrúa.
04.09.2019…Erindi frá L.Í., afleysingarþjónustufulltrúi fyrirtækja…spurningar um stjórnarfund 3. september.
04.09.2019…Erindi sent til afleysingarfulltrúa L.Í. þess efnis að stefnt sé að stjórnarfundinum 30. september n.k.
09.09.2019…Erindi frá L.Í., afleysingarþjónustufulltrúa fyrirtækja…það er nauðsynlegt að skrifa undir.
13.09.2019…Erindi frá TF3JA um aðgang að stöð félagsins „í kvöld og næstu fjóra daga“.
13.09.2019…Erindi sent til TF3JA; svarpóstur.
13.09.2019…Erindi frá TF3JA um aðgang að stöð félagsins ítrekað.
13.09.2019…Erindi sent til TF3JA þar sem endurteknar eru fyrri óskir stjórnar um svör vegna fyrirhugaðs aðgangs.
13.09.2019…Erindi frá TF3JA um aðgang að stöð félagsins ítrekuð á ný.
13.09.2019…Erindi sent til TF3JA Til þess að leiða þetta mál til lykta, var honum boðið að mæta á stjórnarfund 30.9. n.k.[3]
14.09.2019…Erindi frá TF3JA þar sem hann samþykkir að mæta á stjórnarfund og spyr um dagsetningu og tíma.
15.09.2019…Erindi sent til TF3JA þar staður og tími er gefinn upp fyrir mætingu hans á 5. stjórnarfund ÍRA 30.9.
15.09.2019…Erindi frá TF3JA þar sem hann þakkar boðið.
26.09.2019…Erindi frá PFS vegna ECP (European Common Proposal) vegna 50 MHz bandsins vegna WRC-19.
4. Innheimta 2019 og staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
5. Námskeið til amatörprófs (auglýst 13. september).
6. Vetrardagskrá ÍRA október-desember.
7. CQ TF, 4. tbl. 2019, kom út 29. september.
(a) Fyrsti fundur í ritnefnd 21. ágúst.
8. Ákvörðun um dagsetningu aðalfundar 2020.
9. Bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvarnotkunar.
(a) Kynningar- og umræðufundur ásamt EMC nefnd í Skeljanesi 5. september.
10. Erindi TF3JA til félagsins dags. 6. apríl s.l. (með síðari skýringum); tímasettur liður kl. 21:20.
11. Önnur mál.
(a) Nefnd um stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa; TF3DC formaður.
(b) Sala á tilgreindum tækjum og búnaði í eigu félagsins; staða verkefnis.
(c) Heimild til kaupa á APRS stöð og búnaði fyrir TF3IRA-Ø.
(d) Samráðsfundur með PFS 15.8. og 2.9. (sbr. m.a. frétt á heimasíðu 30.8.).
(e) Heimildar óskað til að auglýsa námskeið í Mbl. og e.t.v. annarsstaðar.
(f) TF útileikarnir og keppnisreglur m.t.t. kallmerkjanotkunar þegar stöð er færð á milli hnita.
(g) Gjafir sem félaginu hafa borist á milli stjórnarfunda.
12. Næsti fundur stjórnar.
13. Fundarslit.
2. Fundargeð 4. fundar frá 8. júlí 2019 lögð fram.
Ritari, TF2LL, lagði fram fundargerðina. Hún var samþykkt samhljóða.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, kynnti framlögð erindi.
4. Innheimta 2019 og staða félagssjóðs; kynning gjaldkera.
Gjaldkeri, TF3PW, skýrði frá því að 160 félagar hafi þegar greitt félagsgjald en 18 félagar ættu eftir að greiða. Fram kom, að almennt væru góð skil. Þá skýrði gjaldkeri frá því að hann væri búinn að senda ítrekanir til þeirra sem ættu eftir að greiða félagsgjald. Í máli gjaldkera, TF3PW, kom fram að rúmar 1400 þúsund krónur væru í sjóði.
5. Námskeið ÍRA til amatörprófs (auglýst 13. september).
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að námskeiðið verði haldið í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) og beri að þakka velvild skólans í garð félagsins. Þegar hafi 15 skráð sig á námskeiðið. Umræður urðu um námskeiðsgjöld, prentkostnað námskeiðsgagna og fleira tengt verkefninu. Ákveðið var að stefna að nánast óbreyttu námskeiðsgjaldi, 20 þúsund krónum, en gjaldkera falið að fastákveða gjaldið að því forsögðu að námskeiðsgjöld standi undir kostnaði.
6. Vetrardagskrá ÍRA október-desember.
Formaður, TF3JB, lagði fram nýja vetrardagskrá til formlegrar kynningar (en hún hafði þegar verið send stjórnarmönnum heim í pósti) og leist fundarmönnum vel á. Fjöldi erinda og viðburða eru nú 18 talsins. Formaður skýrði frá nýjung að þessu sinni, sem er svokallaður „opinn laugardagur“. Þá verður opið í Skeljanesi frá kl. 10 til 16 og félagsmönnum boðið að koma, fá fræðslu, fylgjast með og hafa QSO um nýja Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Þá verða, að þessu sinni, óvenju margar opnanir á sunnudögum eða fjórar talsins, en sófaumræður á sunnudögum hafa notið vaxandi vinsælda.
Fyrsti viðburður vetrardagskrár verður þann 10. október n.k. Þá sýnir varaformaður, TF3DC, heimildarmynd frá DX leiðangrinum V8ORK til Suður-Orkneyja. Fram kom, að boðið verði upp á enn fleiri viðburði á tímabilinu, sem þá verða auglýstir sérstaklega á heimasíðu. Vetrardagskrá 2019 lýkur síðan með jólakaffi (viðhafnarkaffi) fimmtudaginn 19. desember. Formaður þakkaði stjórnarmönnum fyrir stuðning og aðkomu þeirra að undirbúningi og við vinnslu verkefnisins.
7. CQ TF, 4. tbl. 2019, kom út 29. september.
Formaður, TF3JB, kynnti nýtt hefti CQ TF. Blaðið er að þessu sinni 49 blaðsíður að stærð og eiga 10 félagar efni í blaðinu. Það kemur út á heimasíðu félagsins á PDF formi og er að auki kynnt á FB síðum. Ritstjóri sendir í framhaldi tölvupósta til félagsmönnum með vefslóð á blaðið.
Formaður skýrði frá því, að óformleg ritnefnd blaðsins sem hafi hist á nokkrum hádegisfundum frá því fyrr á þessu ári til skrafs og ráðagerða, hafi nú haldið sinn fyrsta formlega fund þann 21. ágúst (eftir nýskipan nefndarinnar þann 11. júní s.l.). Fundurinn var vel heppnaður. Formaður skýrði frá almennri ánægju félagsmanna með blaðið. Fundarmenn tóku undir það. Í ritnefnd eru: TF3SB ritstjóri, TF3VS sem sér um uppsetningu blaðsins og TF3JB og TF3DC, stjórnarmenn.
8. Ákvörðun um dagsetningu aðalfundar 2020.
Samkvæmt lögum félagsins skal halda aðalfund innan tilgreindra tímamarka og var ákveðið að næsti aðalfundur skuli haldinn laugardaginn 15. febrúar 2020 kl. 13:00. Formanni var að falið að kanna hvort hægt verður að halda fundinn á sama stað og síðast, þ.e. á Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík, þar sem aðbúnaður og umgjörð er fyrsta flokks.
9. Bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að þegar athygli stjórnarmanna ÍRA hafi verið verið vakin á ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvarnotkunar, dagsett 16. júlí 2019 – hafi upplýsingar þegar verið settar inn heimasíðu félagsins og FB síður til kynningar, þ.e. þann 23. ágúst.
Að höfðu samráði stjórnar við EMC nefnd félagsins, hafi síðan verið boðað til kynningar- og umræðufundar í félaginu 5. september, þar sem Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, formaður EMC nefndar, hafði framsögu og fór yfir ákvörðunina, sem varðar kvörtun vegna truflana frá radíóamatör á sjónvarpsmóttöku og gæðum nettengingar hjá nágranna hans.
Eftir erindi Sæmundar, varð almenn umræða um truflanir af völdum fjarskipta, hvað gæti valdið truflunum og síðast en ekki síst um búnað og frágang inni á heimilum fólks sem hugsanlega gæti numið og magnað upp fjarskiptasendingar sem gætu valdið truflunum í sjónvarpi og víðar. Sæmundur, TF3UA, skýrði frá því að PFS hygðist gera fleiri prófanir og mælingar á því heimili sem um ræðir næstkomandi fimmtudag. Stjórn félagsins mun fylgjast með þróun mála.
10. Erindi TF3JA til félagsins dags. 6. apríl s.l. (með síðari skýringum).
Jóni Þ. Jónssyni, TF3JA, var boðið að mæta á stjórnarfundinn til að skýra sína hlið á ósk um aðgang að félagsstöðinni, TF3IRA, og þ.á.m. hvað hann hygðist fyrir, þar sem bréfleg samskipti höfðu ekki skilað tilætluðum árangri.
Hann mætti á tilgreindum tíma kl. 21:20 og svaraði spurningum stjórnarmanna. Hann skýrði m.a. frá því að um væri að ræða SSTV sendingar sem bandarískur radíóamatör, listakonan og ljósmyndarinn Lucy Helton, KD2MFV í New York, stæði fyrir. Aðspurður sagði hann, að ekki væri um að ræða listaverk sem unnið væri að í hagnaðarskyni. Fram kom ennfremur, að ekki hafi tekist að nema merki frá stöðvarinnar í síðasta „glugga“ sem var opinn þar sem loftnet KD2MFV væru ekki nægjanlega góð. Fram kom, að ósk hans stæði enn um afnot af stöð félagsins þegar hann þyrfti á því að halda.
Til umræðu kom, að ekki væri ólíklegt að áhugi félagsmanna væri til staðar til þess að taka þátt í svona tilraun – en það væri skoðun stjórnar, að fyrir þyrfti að liggja einhver tímarammi þegar slíkar tilraunir væru gerðar því erfitt væri að hlaupa til og opna félagsaðstöðuna í tíma og ótíma með litlum sem engum fyrirvara. Stjórnarmenn voru sammála um, að skýrar reglur um aðgang að félagstöðinni þyrftu að gilda því óheftur aðgangur gengi ekki.
TF3JA gat þess, að hann muni leggja fram tímaramma þegar næstu sendingar eru fyrirhugað-ar (í nóvember) og svo síðan líklega í febrúar á næsta ári. Stjórnarmönnum leist vel á þá hug-mynd að félagsmönnum verði boðin aðild að verkefninu. Fram að þeim tíma, mun hann nýta þau 5 KiwiSDR viðtæki sem þegar bjóðast hér á landi til viðtöku á HF yfir netið.
Formaður, TF3JB, sagðist vilja fagna þessum umræðum og þakkaði TF3JA upplýsingarnar og komuna. Hann kvaðst að lokum vilja ítreka, að skoðun stjórnar ÍRA sé óbreytt (sbr. í janúarhefti CQ TF 2019) um að styðja við notkun fjarskiptaaðstöðunnar utan opnunarkvölda vegna óska félagsmanna að gera tilteknar tilraunir og/eða athuganir. Ávallt yrði þó að gæta jafnræðis, hver sem ætti í hlut. Því væri það skylda stjórnar að gæta þess að ekki skapaðist fordæmi sem ekki samræmdist þessari stefnu félagsins. Gesturinn yfirgaf fundarstað kl. 22.
11. Önnur mál.
(a) Nefnd um stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa.
Formaður nefndarinnar, TF3DC, skýrði frá því að nokkur QTH hafi ratað á blað, m.a. Room With a Wew Apartments í Reykjavík; Hraunsnef Sveitahótel í Norðurárdal og Hótel Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit (skammt frá Borgarnesi). Hvorutveggja á Hraunsnefi og við Hótel Hafnarfjall eru smáhýsi jafnframt til leigu.
Fram kom ennfremur hjá stjórnarmönnum, að um marga aðra staði væri að ræða, m.a. sumarhús sem eru til leigu vítt og breitt um landið. Á hinn bóginn virðist eftirspurn eftir upplýsingum af þessu tagi hafi minnkað til félagsins undanfarin misseri, sem hugsanlega megi rekja til falls WOW flugfélagsins, en mönnum kom saman um að sjálfsagt væri að hafa upplýsingarnar á heimasíðu félagsins þegar vinnu við öflun þeirra verður lokið.
(b) Sala á tilgreindum tækjum og búnaði í eigu félagsins; staða verkefnis.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að verkefnið hafi frestast af ýmsum ástæðum. Hins vegar þyrfti sem fyrst, að taka til þau tæki og búnað sem ætti að selja. Rétt væri að hætta við að selja Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins; enda hafi okkur nýlega verið gefið statíf undir stöðina og rétt væri að halda henni. Menn voru sammála um, að félagið eigi gamla turninn áfram – enda fyrirhugað að setja hann upp við endann á neðri skemmunni í stað 15 metra turnsins sem hvarf. Heimild til uppsetningar fékkst fyrir nokkrum árum til uppsetningar turns á þeim stað og ekki ástæða til að halda annað en að heimild gildi enn. Lauslega var farið yfir þann búnað sem selja ætti og verður þessu máli haldið áfram.
(c) Heimild til kaupa á APRS stöð og búnaði fyrir TF3IRA-Ø.
Um er að ræða sambyggða stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS. Félagið hefur haft stöð og búnað í láni í rúma 9 mánuði, eða frá 15. desember 2018. APRS kallmerkið TF3IRA-1Ø er notað. Um er að ræða:
- ICOM IC-208H, VHF/UHF FM stöð. Sendir er 55/15/5W á 2 metrum og 50/15/5W á 70cm.
- APRS búnaður: GW-1000 (APRS Total Solution) frá CG-Antenna.
- MW aflgjafi 13.8VDC / 30A.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, býðst til að selja félaginu þetta þrennt á 30 þúsund krónur. Samkvæmt umsögn meðstjórnanda, TF3GS, sem jafnframt er einn af forvígismönnum APRS hópsins, virkar búnaðurinn vel og taldi Guðmundur þetta góð kaup fyrir félagið. Tillagan samþykkt samhljóða.
(d) Samráðsfundur með PFS 15.8. og 2.9. (sbr. m.a. frétt á heimasíðu 30.8.).
Formaður, TF3JB, skýrði frá ánægjulegum samskiptum við Póst- og fjarskiptastofnun. Fyrst þann 15. ágúst, er komið var á framfæri beiðni félagsins þess efnis, að PFS myndi ekki styðja hugmyndir franskra stjórnvalda um endurskoðun heimildar til radíóamatöra á notkun 2 metra bandsins á WRC-23 ráðstefnunni. Síðar, þann 2. september, þar sem þakklæti var komið á framfæri við stofnunina fyrir stuðning í ljósi þess að franska tillagan var verið felld á undirbúningsfundi í Tyrklandi 30. ágúst.
(e) Heimildar óskað til að auglýsa námskeið í Mbl. og e.t.v. annarsstaðar.
Formaður, TF3JB, fitjaði upp á þeirri hugmynd að félagið setti 2-3 auglýsingar í Fréttablaði-ð, Morgunblaðið og e.t.v. annarsstaðar, þar sem námskeið félagsins til amatörprófs yrði aug-lýst. Nokkur umræða varð um málið og kom stjórnarmönnum saman um að slík auglýsing myndi ekki bera árangur miðað við kostnað. Stefnt er að því að auglýsa námskeiðið á upplýsingatöflum háskólanna, hjá Ferðaklúbbnum 4×4, á heimasíðu, FB síðum og hugsan-lega á fleiri stöðum sem til greina gætu komið.
(f) TF útileikar og keppnisreglur m.t.t. kallmerkjanotkunar þegar stöð er færð á milli hnita.
Stjórn ÍRA ályktar, að um sama kallmerki sé að ræða þó svo að við kallmerki í TF útileikunum sé bætt /M eða /P. Þá urðu umræður um reglur útileikanna og kom mönnum saman um að endurskoða þurfi þær þó svo reglurnar væru til þess að gera nýjar (síðast uppfærðar 2017). Ákveðið að fresta málinu.
(g) Gjafir sem félaginu hafa borist á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, gerði grein fyrir gjöfum sem félaginu hafa borist á milli stjórnarfunda, þ.e. frá 8. júlí til 23. september 2019. Stjórn félagsins þakkar velvilja félagsmanna.
11. júlí – PYE VHF stöðvar; gefandi Garðar Gíslason, TF3IC.
11. júlí – Dót sem barst til félagsins, gefandi Carl J. Lilliendahl, TF3KJ.
11. júlí – Dót sem barst til félagsins; gefandi NN.
27. júlí – 11 metra hár þrístrendur turn; gefandi Jón Guðmundsson, TF8-Ø20.
8. ágúst – Gervihnattadiskur fyrir Oscar 100; gefandi Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
8. ágúst – Veggfesting fyrir gervihnattadisk; gefandi TF3JB.
24. ágúst – Nýtt vinnuborð fyrir TS-2000 stöð í fjarskiptaherbergi; 150x75cm; gefandi TF3JB.
29. ágúst – Bækur og tímarit; gefendur Thomas W. Brooks, KE1R og XYL Rosemarie, N1DSP.
29. ágúst – Tveir leðurstólar í sal í Skeljanesi; gefandi Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
23. sept. – Yaesu SMB-201 borðfesting m/viftu f. Yaesu FT-7900E stöð TF3IRA; gefandi NN.
12. Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að efna til næsta stjórnarfundar eftir u.þ.b. einn mánuð.
13. Fundarslit.
Formaður, TF3JB, þakkaði stjórnarmönnum góða fundarsetu og sleit fundi kl. 22:20.
Georg Magnússon, TF2LL,
Ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 6 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi þriðjudag 5. nóvember kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3UA varastjórn og TF1EIN varastjórn. TF3GS, meðstjórnandi, boðaði forföll vegna vinnu.
1. Fundarsetning og dagskrá.
TF3JB, formaður, bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 20:10. Hann lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 5. fundar 2019/20; frá 30. september s.l. lögð fram.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
22.10.2019…Erindi frá Stefáni Sæmundssyni TF3SE til minningar um Axel Sölvason TF3AX.
22.10.2019…Erindi sent til TF3SE með þökkum.
26.10.2019…Erindi frá Dave Sumner K1ZZ um samantekt helstu atriða er varða radíóamatöra á WTC 2019.
01.11.2019…Erindi frá DxEngineering með tillögu um heppilegan búnað fyrir TF3IRA.
02.11.2019…Erindi sent til IARU Svæðis 1 með beiðni um leiðréttingu upplýsinga um stjórnarmenn ÍRA.
03.11.2019…Erindi sent til TF3Y með beiðni um álit á tillögum/tilboðum DxEngineering.
04.11.2019…Erindi frá TF3Y með umsögn um tilboð DxEngineering.
4. Innheimta 2019 og upplýsingar um stöðu félagssjóðs (kynning gjaldkera).
5. Námskeið til amatörprófs (hófst 17. október).
6. Vetrardagskrá október-desember (nýtt/viðbætur).
7. Aðalfundur 15. febrúar 2020.
8. Bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019; staða frá síðasta fundi.
9. Tillaga um samráðsfund með Póst- og fjarskiptastofnun.
(a) Minnisblað vegna símafundar með PFS 5.11. og tillaga að dagskrá samráðsfundar.
10. Heimasíða.
11. Tillaga um kaup á búnaði fyrir TF3IRA.
12. Önnur mál.
(a) Sala á tilgreindum tækjum og búnaði í eigu félagsins; staða verkefnis.
(b) Gjafir sem félaginu hafa borist á milli stjórnarfunda.
(c) TF3YOTA QRV í desember.
(d) Ávarpsbréf til nýrra félagsmanna; uppfærsla 1. nóvember.
(e) Gerð kynningarefnis fyrir amatörradíó og ÍRA; staða.
(f) Vinnudagur stjórnar.
13. Næsti fundur stjórnar.
14. Fundarslit.
2. Fundargerð 5. fundar 2019/20 frá 30. september lögð fram.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
3. Innkomin og útsend erindi á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, fór yfir innkomin og útsend erindi og skýrði m.a. frá því að þættir úr bréfi TF3SE til minningar um TF3AX verði líklega til birtingar í næsta tölublaði CQ TF.
4. Innheimta 2019 og upplýsingar um stöðu félagssjóðs.
Gjaldkeri, TF3PW, gerði grein fyrir stöðu félagssjóðs. Í máli hans kom fram, að innheimta félags-gjalda hefði gengið vel, en 165 kröfur voru sendar út og 13 eiga eftir að greiða. Af þeim eru nokkrir sem skulda 2 ár og koma þeir því til með að detta út af félagskrá eins og áskilið er í lögum félagsins. Staða félagssjóðs er góð en í sjóði eru tæpar 1500 þúsund krónur. Stjórnarmenn lýstu ánægju með góð skil félagsgjalda og stöðu félagssjóðs.
5. Námskeið til amatörprófs (hófst 17. október).
TF3PW, umsjónarmaður námskeiðsins, upplýsti að það hafi gengið vel. Heldur kvarnaðist úr þátttöku miðað við þann fjölda sem skráði sig í upphafi, en að jafnaði sækja um 10 manns tíma. Fram kom í máli stjórnarmanna, að almenn ánægja ríki á meðal félagsmanna með utanumhald og framkvæmd verkefnisins og þakkaði formaður umsjónarmanni, TF3PW, vönduð vinnubrögð. Á fundinum lá frammi samantekt um námskeiðið sem verður til birtingar í næsta tölublaði CQ TF ásamt upplýsing-um um skipulag þess.
6. Vetrardagskrá október-desember (nýtt og viðbætur).
Formaður, TF3JB, skýrði frá fyrirhuguðu erindi TF3OM um fjarhlustun með Kiwi SDR viðtækjum (og CATSync forritinu) sem TF3OM kynnti á Facebook og síðan á opnu húsi í Skeljanesi þann 12. September. Þetta efni náði ekki inn á núverandi vetrardagskrá en hugmyndin er, að það verði jafnvel kynnt í félagsaðstöðunni einhvern næstu laugardaga. Í máli formanns kom fram, að mikil ánægja ríkir með laugardagsopnanirnar í haust, sem TF1A, VHF stjóri félagsins (og fleiri) hafa staðið fyrir.
7. Aðalfundur 15. febrúar 2020.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að hann hafi verið í sambandi við forráðamenn Hótel Sögu um aðgang að fundarsal fyrir aðalfund 2020. Hann sagði mjög líklegt að félaginu muni bjóðast stærri fundarsalur (en síðast) þar sem setið verði við borð á fundinum. Formanni var falið að ganga frá samningi við hótelið hvað varðar sal og aðstöðu.
8. Bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019, staða frá síðasta fundi.
Formaður EMC nefndar, TF3UA, skýrði frá heimsókn PFS til TF3GB vegna truflana. Ekkert nýtt kom fram í málinu og staðan því óbreytt að því best er vitað.
9. Tillaga um samráðsfund með Póst- og fjarskiptastofnun.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að í fyrri embættistíð hans sem formanns, 2009-2013, hafi verið komið á árlegum samráðsfundum milli félagsins og stofnunarinnar. Tilgangur þessara funda hafi verið að eiga samtal við PFS um mál sem snerta samskipti aðila og varða áhugamálið. Þrír slíkir fundir hafi verið haldnir, árin 2011, 2012 og 2013 og hafi þótt heppnast vel.
Formaður sagðist gera það að tillögu sinni að þráðurinn verði tekinn upp á ný og óskaði eftir heimild stjórnar til að senda PFS erindi þess efnis, að samráðsfundarformið yrði aftur „gangsett“ og efnt verði til fyrsta fundar þann 11. desember n.k. eða annan þann dag sem aðilar verða ásáttir um.
Hann sagði málið hafa borið á góma á símafundi með fulltrúum stofnunarinnar þann 5. nóvember (sjá umfjöllun í dagskrárlið 9.a) og hafi verið mjög vel í það tekið. Að tillögu PFS þykir henta að reikna með fundartíma frá kl. 10:30 til 12:00 og að heppilegur fjöldi fundarmanna frá aðilum sé þrír. Formaður vísaði nánar í minnisblað frá fundinum sem lá frammi með fundargögnum. Stjórnarmönnum leist vel á tillöguna og var samþykkt að efnt skuli til samráðsfundar með PFS.
Formaður lagði jafnframt fyrir fundinn eftirfarandi tillögu að dagskrá:
- Niðurstöður WRC-19.
- Bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019.
- Prófamál.
- Önnur mál.
Nokkur umræða varð um tillöguna. Niðurstaða varð sú að leitað verði samráðs við stjórnarmenn fyrir fundinn, enda þarf tillaga að dagskrá að hljóta samþykki gagnaðilans áður en til fundar kemur.
9.a Minnisblað vegna símafundar með PFS 5.11. og tillaga að dagskrá samráðsfundar.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað. Fram kom, að meginástæða fundarins hafi verið fyrra samtal þann 2. september s.l. (sbr. umfjöllun í fundargerð 5. stjórnarfundar) þegar ákveðið var að hafa samband á ný fyrir WRC-19, en sendinefnd Íslands mun sitja síðari helming ráðstefnunnar sem stendur yfir 28. október til 22. nóvember.
Staðfest var að íslensk stjórnvöld muni styðja framkomna tillögu IARU um 50 MHz bandið. Síðara atriðið sem var rætt (um samráðsfund) er rakið í fyrri dagskrárlið.
10. Heimasíða.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að hann hafi á ný hafið vinnu við uppfærslu undirsíðna á heimasíðu félagsins; vinna sem að mestu leyti hafi legið niðri frá því snemma í sumar. Uppfærslu er að mestu lokið á upplýsingasíðu um endurvarpa svo og á safnsíðu CQ TF. Hann bað stjórnarmenn um að hika ekki við að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara.
Fram kom í umræðum, að stjórnarmenn hefðu takmakaðar heimildir til að setja inn efni og/eða gera breytingar eða leiðréttingar á efni heimasíðunnar. Formaður sagði það skoðun sína að allir stjórnar-menn ættu að hafa aðgang og myndi hann taka málið upp á samráðsfundi við TF3WZ, vefstjóra.
11. Tillaga um kaup á búnaði fyrir TF3IRA.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að undanfarið hafi verið unnið að áframhaldandi uppfærslu félagsstöðvarinnar. Það verk væri nú vel á veg komið. Eftir væri þó að setja upp búnað sem tryggði að báðar HF stöðvar TF3IRA gætu verið í loftinu samtímis (í sendingu). TF1A, VHF stjóri félagsins, hafi tekið að sér að gera tillögu um útfærslu. Hann hafi m.a. leitað eftir tilboði frá DxEngineering. Svar hafi borist frá þeim fyrir fundinn og hafi þau gögn m.a. verið send til TF3Y til umsagnar. Yngvi hafi sent sitt álit til félagsins, en eftir eigi að vinna úr upplýsingum þar sem fleiri aðilar en DxEngineering framleiða búnað af þessu tagi sem geti hentað okkur. Í ljósi þessa, var ákveðið að fresta þessum lið að sinni, þar sem mál þurfti frekari skoðunar með.
12. Önnur mál.
(a) Sala á tilgreindum tækjum og búnaði í eigu félagsins; staða verkefnis.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að TF1A hafi tekið að sér að yfirfara og undirbúa Yaesu FT-1000 HF stöð félagsins fyrir sölu. Að því búnu sé ekkert að vanbúnaði að kynna fyrir félagsmönnum hvaða tæki og búnað félagið hyggst selja og verða upplýsingar settar á heimasíðu og Facebook síður þegar þar að kemur.
(b) Gjafir sem félaginu hafa borist á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagar upplýsingar. Á tímabilinu 30. september til 5. nóvember bárust félaginu að gjöf 27“ HP tölvuborðskjár af gerðinni ZR2740W og skrifstofustóll af gerðinni Markus frá IKEA. Stóllinn er sömu tegundar og þeir tveir sem fyrir voru í fjarskiptaherberginu og hafa allar vinnustöðvarnar þrjár nú samskonar stóla. Gefandi er TF3JB. Þá barst félaginu að gjöf ljósaskilti með kallmerki TF3IRA við gervihnattastöð og LED klukka á vegg þar fyrir ofan. Gefandi er TF1A. Stjórn ÍRA þakkar þessum félagsmönnum velvilja í garð félagsins.
(c) TF3YOTA QRV í desember.
TF2EQ, ungmennafulltrúi félagsins, hefur verið í sambandi við stjórnina og tilkynnt að hún sé væntanleg til landsins í desember n.k. Þá hyggst hún, ásamt TF8RN, setja kallmerkið TF3YOTA í loftið frá Skeljanesi líkt og í desembermánuði í fyrra (2018). Stjórnarmenn fögnuðu þessum fréttum.
(d) Ávarpsbréf til nýrra félagsmanna; uppfærsla 1. nóvember.
Formaður, TF3JB, kynnti uppfært „Ávarpsbréf til nýrra félagsmanna“, m.v. 1. nóvember. Fram kom, að handritið hafi verið endurbætt í máli og myndum. Um er að ræða fjórblöðung í lit. Í framhaldi var framleitt takmarkað magn sem þegar er farið að senda í pósti til nýrra félagsmanna. Það verður ennfremur sett inn á heimasíðu félagsins. Undir dagskrárliðnum kom fram, að settir hafa verið á vegg (fyrir neðan klukkuna í salnum) tveir gegnsæir tímaritabakkar með framangreindu ávarpsbréfi og sérprentun með vetrardagskrá félagsins fyrir október-desember 2019.
(e) Gerð kynningarefnis fyrir amatörradíó og ÍRA; staða verkefnis.
Formaður, TF3JB, kynnti stöðuna í gerð nýs kynningarefnis fyrir amatörradíó og félagið. Fram kom m.a. að leitað hafi verið í smiðju RSGB, DARC og ARRL í þeirri vinnu. Hann taldi að handrit verði tilbúið til umsagnar og gagnrýni stjórnarmanna upp úr áramótum.
(f) Vinnudagar stjórnar.
Formaður, TF3JB, skýrði að nokkur vinna biði stjórnarinnar í tiltekt í húsnæði félagsins, auk skráningar á eignum félagsins. Hann sagðist vilja byrja þessa vinnu fljótlega, a.m.k. fyrir jólaannir. Í umræðum kom fram, að aðkallandi væri að vinna í loftnetamálum félagsstöðvarinnar og tók varaformaður, TF3DC, að sér að gangast fyrir því verkefni ásamt TF2LL og TF3GS.
13. Næsti fundur stjórnar.
Dagsetning næsta fundar verður ákveðin eftir að samráðsfundur með PFS verður afstaðinn.
14. Fundarslit.
Formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 22:30.
Georg Magnússon, TF2LL,
Ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 7 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi miðvikudag 11. desember kl. 19:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri og TF3UA varastjórn. TF1EIN boðaði fjarveru vegna færðar og TF3GS vegna vinnu.
1. Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 19:25. Hann lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 6. fundar 2019/20; frá 5. nóvember s.l. lögð fram.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
13.11.2019…Erindi frá Þór Þórissyni TF1GW með ósk um fjárhagsstuðning félagssjóðs vegna lögfræðikostnaðar TF3GB.
13.11.2019…Erindi sent til Þórs Þórissonar TF1GW með upplýsingum þess efnis að boðað verði til fundar í stjórn.
21.11.2019…Erindi frá IARU Svæði 1 með frétt um jákvæða samþykkt WRC-19 um 50 MHz tíðnisviðið.
21.11.2019…Erindi sent til PFS með þökkum til íslensku sendinefndarinnar fyrir stuðning á frumvarpi um 50 MHz á WRC-19.
21.11.2019…Erindi sent til IARU Svæðis 1 með þökkum fyrir góðan árangur á WRC-19.
21.11.2019…Erindi sent til IARU með þökkum fyrir góðan árangur á WRC-19.
22.11.2019…Erindi frá ritara IARU þar erindi félagsins er þakkað.
29.11.2019…Erindi frá formanni prófnefndar ÍRA þess efnis að félagið sendi erindi til PFS með beiðni um próf 14. des. n.k.
29.11.2019…Erindi sent til formanns prófnefndar með jákvæðri undirtekt um erindi nefndarinnar.
29.11.2019…Erindi sent til PFS með beiðni um próf til amatörleyfis laugardaginn 14. desember.
06.12.2019…Erindi frá IARU Svæði 1 með samanteknum upplýsingum um 50 MHz heimildir á WRC-19.
08.12.2019…Erindi sent til Þórs Þórissonar TF1GW þess efnis að erindi hans frá 13. f.m. verði til umfjöllunar á stj.f. 11. des.
4. Staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
5. Aðalfundur 2020.
a) Aðgangur að fundarsal.
b) Tillaga um veitingu viðurkenningar á aðalfundi fyrir lengst samband á 23cm bandi á árinu.
6. Próf PFS til amatörleyfis 14. desember.
7. Vetrardagskrá ÍRA febrúar-maí 2020.
8. CQ TF, 1. tbl. 2020.
9. Tillaga um samráðsfund með Póst- og fjarskiptastofnun; framhaldsumræða.
10. Ákvörðun PFS nr. 24/2019 um fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvanotkunar.
11. Erindi TF1GW til stjórnar dags. 13. nóvember.
a) Erindi formanns til stjórnar dags. 21. nóvember.
b) Minnisblað formanns til stjórnar dags. 23. nóvember.
c) Óformlegur fundur stjórnar dags. 25. nóvember.
12. Önnur mál.
a) Tillaga um kaup á búnaði fyrir TF3IRA.
b) Tillaga TF2EQ um eftirfylgni með aðilum sem standast próf PFS til amatörleyfis.
13. Næsti fundur stjórnar.
14. Fundarslit.
2. Fundargeð 6. fundar frá 5. nóvember lögð fram.
Ritari, TF2LL, lagði fram fundargerðina. Hún var samþykkt samhljóða.
3. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, kynnti innkomin og útsend erindi á milli stjórnarfunda.
4. Staða félagssjóðs, kynning gjaldkera.
Gjaldkeri, TF3PW, útskýrði stöðu félagssjóðs, sem er nánast óbreytt frá síðasta fundi.
5. Aðalfundur 2020.
(a) Aðgangur að fundarsal.
Formaður, TF3JB, staðfesti að fundarsalurinn „Hekla 1“ er tryggður fyrir aðalfund félagsins þann 15. febrúar n.k. á Radisson BLU Hótel Sögu. Salurinn er fyrir allt að 40 manns og er setið við borð. Salarleiga er án kostnaðar fyrir félagssjóðs (eins og síðast). Félagið greiðir hins vegar 650 krónur á mann fyrir kaffi. Ljósmynd af salnum fylgdi með fundargögnum og leist stjórnarmönnum vel á salinn og alla umgjörð sem boðin er.
(b) Tillaga um viðurkenningar á aðalfundi fyrir lengst samband á 23 cm bandinu.
Formaður, TF3JB, lagði fram þá tillögu að veitt verði viðurkenning á aðalfundinum fyrir lengst samband sem náðist á milli TF stöðva á 23 cm bandinu á árinu 2019. Stjórnarmönnum leist vel á og var tillagan samþykkt samhljóða.
6. Próf PFS til amatörleyfis 14. desember.
Formaður, TF3JB, skýrði frá væntanlegu prófi PFS til amatörleyfis og erindum sem send hafa verið í því tilefni. Umsjónarmaður námskeiða, TF3PW, fór yfir hversu margir hafa sótt námskeiðið og hversu margir muni hugsanlega sitja próf. Þá skýrði hann ennfremur frá velvild Háskólans í Reykjavík í garð ÍRA hvað varðar aðgang að góðum kennslustofum o.fl.
7. Vetrardagskrá ÍRA febrúar-maí 2020.
Formaður, TF3JB, fór yfir efnisþætti úr væntanlegri vetrardagskrá á nýju ári. Nokkur erindi eru þegar skipulögð en formaður óskar eftir tillögum frá stjórnarmönnum um hugsanlegt efni til fyrirlestra. Nokkrar tillögur komu fram á fundinum, en vetrardagskrá verður til kynningar í janúarhefti CQ TF.
8. CQ TF, 1. tbl. 2020.
Formaður, TF3JB, skýrir frá því að þegar sé komið efni í a.m.k. 60 blaðsíðna blað og fór yfir hluta af efni sem verður til birtingar. Fyrirhuguð útgáfa 1. tölublaðs 2020 er 26. janúar n.k. á heimasíðu ÍRA.
9. Tillaga um samráðsfund með Póst- og fjarskiptastofnun, framhaldsumræða.
Formaður, TF3JB, telur rétt að vegna úrskurðar PFS nr. 24/2019, sem birtur var á heimasíðu stofnunarinnar þann 29. nóvember s.l. og vegna hugsanlegra málaferla félagsmanns þess vegna, verði fundi með PFS frestað um stundarsakir.
10. Ákvörðun PFS nr. 24/2019 um fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvanotkunar.
Formaður, TF3JB, fór yfir málið sem er mikilvægt fyrir alla leyfishafa. Hann fór þess á leit að stjórnarmenn kynni sér úrskurðinn. Af þeim sökum hafi þessi liður jafnframt verið settur á dagskrá.
11. Erindi TF1GW til stjórnar dags. 13. nóvember.
Formaður, TF3JB, fór yfir erindi frá TF1GW um ósk til handa TF3GB þess efnis að félagssjóður veiti fjárstyrk vegna lögfræðikostnaðar í málaferlum sem hafin eru að hans hálfu gegn PFS í þeim tilgangi að hnekkja úrskurði PFS nr. 24/2019.
Fundarmenn ræddu þetta mál í víðu samhengi og var lögð er fram eftirfarandi bókun sem var samþykkt samljóða:
„Stjórn ÍRA hefur borist erindi frá TF3GW þar sem hann greinir frá því að TF3GB hafi fengið lögfræðing til þess að reyna að fá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 24/2019 hnekkt. Í ákvörðuninni er TF3GB bannað að senda út á 80 m, 40 m og 20 m. Þar sem þessu fylgi töluverður kostnaður óskar TF3GW þess að ÍRA veiti TF3GB fjárhagslegan stuðning ef með þarf. Stjórn ÍRA harmar að málið skuli komið í þennan farveg. Stjórnin er sammála um það að hvernig sem málalyktir verða, hvort sem ákvörðuninni verði hnekkt eða ekki, ljúki málinu ekki með því. Að óbreyttu verða enn truflanir til staðar sem er ekki ásættanlegt fyrir nágranna TF3GB. Þetta gæti leitt til óbætanlegs skaða á orðspori amatörhreyfingarinnar á Íslandi. Ábyrgð stjórnar ÍRA er fyrst og fremst gagnvart hagsmunum félagsheildarinnar. Stjórnin mun því ekki veita fjármunum úr félagssjóði til meðferðar málsins hjá lögfræðingum.
Hins vegar vill stjórnin eftir mætti stuðla að því að þetta mál leysist. Til þess þarf væntanlega aðgerðir beggja deiluaðila. Stjórnin lýsir sig reiðubúna til þess að félagssjóður borgi endurbætur á tækjum, loftnetum, flutningslínum eða öðrum búnaði sem gætu leitt til þess að truflunum verði eytt og málið verði þar með úr sögunni. Stjórnin er einnig reiðubúin til þess að kosta hugsanlegar endurbætur á lögnum eða búnaði í húsi nágrannans. Auk þess er stjórnin reiðubúin að beita sér fyrir því að veita TF3GB allan þann tæknilega stuðning sem hægt er að ná fram hjá félagsmönnum til þess að leysa þetta mál, t.d. með mælingum eða vinnu við að prófa aðra tilhögun loftneta eða annars búnaðar“.
(a) Erindi formanns til stjórnar dags. 21. nóvember.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt erindi til stjórnar dags. 21. nóvember þar sem þrennt er til umfjöllunar:
(1) Myndrit af tölvupósti TF1GW til félagsins dags. 13. nóvember ásamt afriti af svari formanns í tölvupósti sem sent var samdægurs.
(2) Tilkynning þess efnis að vinur okkar, TF8HP, og heiðursfélagi, sé látinn.
(3) Loks, að 50 MHz frumvarp IARU hafi verið samþykkt á WRC-19 ráðstefnunni í Egyptalandi í vikunni. Jafnframt, að send hafi verið erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með þakklæti fyrir veittan stuðning og til IARU og til IARU Svæðis-1 með þökkum fyrir góðan undirbúning með farsælum endi.
(b) Erindi formanns til stjórnar dags. 23. nóvember.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt erindi til stjórnar dags, 23. nóvember þar sem tekin eru saman og rakin þau efnisatriði sem honum er kunnugt um og varða mál TF3GB – sem að einhverju leyti snerta félagið. Um er að ræða tímabilið frá 7. júní til 23. nóvember 2019. Minnisblaðið samanstendur í heild af 16 tölusettum efnisatriðum.
(c) Óformlegur fundur stjórnar 25. nóvember.
Formaður, TF3JB, skýrði frá óformlegum fundi stjórnar félagsins þann 25. nóvember. Hann sagði þennan lið settan í dagskrá þessa fundar til að bóka að hann hafi farið fram. Til umfjöllunar var erindi TF1GW dags. 13. nóvember s.l.
12. Önnur mál.
(a) Tillaga um kaup á búnaði fyrir TF3IRA.
Tillaga formanns um kaup á notuðum aflgjafa í fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar samþykkt samhljóða. Aflgjafinn er sömu tegundar og gerðar (Diamond GSV3000) og tveir fyrri aflgjafar sem keyptir voru í fyrra (2018) fyrir fjarskiptastöðvar félagsins.
(b) Tillaga TF2EQ um eftirfylgni með aðilum sem standast próf til amatörleyfis.
Formaður, TF3JB, skýrði frá hugmynd Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ, hvað varðar eftirfylgni af hálfu félagsins þegar prófi er lokið og aðilar hafa staðist próf PFS til amatörleyfis. Fundarmenn tóku vel í málið. Fram kom m.a. í umræðum, að varaformaður, TF3DC, hefur haldið námskeið sem nefnast „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ frá því í fyrra (2018) sem hafa mælst vel fyrir. Sumpart má segja, að námskeiðin komi til móts við erindi Elínar, þ.e. sem hvati frá hendi félagsins til að fá menn virka í loftið. Í umræðum var nánar fjallað um líklegar ástæður þess að menn fara (jafnvel) ekki í loftið að loknu prófi. Stjórnin fól formanni, TF3JB og TF2EQ að móta stefnu í þessu máli.
14. Næsti fundur stjórnar.
Stefnt er að því að halda næsta og síðasta stjórnarfund starfsársins fyrir 10. janúar n.k.
15. Fundarslit.
Formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 20:32.
Georg Magnússon TF2LL,
Ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2019/20
Fundur nr. 8 í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 3. febrúar 2020 kl. 19:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF2LL ritari, TF3PW gjaldkeri, TF3GS meðstjórnandi, TF3UA varastjórn og TF1EIN varastjórn.
1. Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 19:20. Hann lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
1. Fundarsetning og samþykkt tillögu að dagskrá.
2. Fundargerð 7. fundar 2019/20; frá 11. desember s.l. lögð fram.
3. Stjórnarfundur haldinn 19. desember s.l. lýstur ólöglegur vegna mistaka við boðun.
4. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
15.12.2019…Erindi frá TF1GW um að hann segir sig frá setu í prófnefnd vegna búsetu á landsbyggðinni.
15.12.2019…Erindi sent til TF1GW þar sem veitt er lausn frá embætti með fyrirvara um samþykki stjórnarfundar.
18.12.2019…Erindi sent til formanns prófnefndar m. afriti af bréfaskriftum er varða ósk TF1GW um lausn frá setu í nefndinni.
18.12.2019…Erindi sent til stjórnarmanna frá formanni sem varðar stjórnarmálefni.
20.12.2019…Erindi frá formanni Prófnefndar f.h. meirihluta nefndarinnar um meðmæli með manni í stað TF1GW í nefndina.
21.12.2019…Erindi sent til TF1GW með samþykkt stjórnar dags. 11. desember er varðar erindi hans dags. 13. nóvember.
22.12.2019…Erindi sent til stjórnarmanna frá formanni sem varðar stjórnarmálefni.
31.12/01.01 2019/20…Erindi frá og sent til LA6CSA hjá NRRL vegna innsetningar CQ TF á samnorræna félagsblaðavefinn.
04.01.2020…Erindi frá formanni PRC vinnuhóps IARU Svæðis 1 er varðar RSPG undirbúning WRC-23 og WRC-27.
06.01.2020…Erindi frá lögfræðideild PFS um möguleika útlendings á amatörleyfi m.t.t. fötlunar og tungumálaörðugleika.
06.01.2020…Erindi sent til lögfræðideildar PFS með svari félagsins við spurningum Arnars Stefánssonar, sérfræðings.
08.01.2020…Erindi sent til tæknideildar PFS með beiðni um endurnýjun sérheimildar á 160M í alþj.l. keppnum á árinu 2020.
08.01.2020…Erindi frá tæknideild PFS með endurnýjun sérheimildar á 160M v. þátttöku í alþjóðlegum keppnum á árinu 2020.
11.01.2020…Erindi frá IARU Svæði 1 vegna tilnefningar fulltrúa fulltrúa félagsins á ráðstefnu svæðisins haustið 2020.
11.01.2020…Erindi sent til IARU Svæðis 1 með tilnefningu fulltrúa félagsins á ráðstefnuna í Serbíu í október 2020.
11.01.2020…Erindi sent til IARU/NRAU tengiliðs félagsins með tilkynningu um tilnefningu á ráðstefnuna.
11.01.2020…Erindi frá IARU/NRAU tengilið þar sem hann samþykkir að taka verkefnið að sér.
11.01.2020…Erindi frá Yahoo Groups um frest til 31. janúar n.k. til að óska eftir gögnum frá eldri póstlista félagsins.
18.01.2020…Erindi frá formanni SSA um tillögur að dagsetningu fyrir NRAU fund í Svíþjóð í haust.
21.01.2020…Erindi frá TF3VS með tillögu að uppfærðri skilagrein fyrir QSL kort til innsendingar til kortastofu ÍRA.
26.01.2020…Erindi sent til stjórnarmanna frá formanni sem varðar stjórnarmálefni.
30.01.2020…Erindi frá IARU Svæði 1; formleg tilkynning um uppfært vefsvæði á netinu.
5. Gjaldkeri ræðir/kynnir drög að ársreikningi félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2019.
6. Fundarboð aðalfundar 2020, sbr. 17. gr. félagslaga.
7. Dagskrá aðalfundar, sbr. 19. gr. félagslaga.
8. Tillögur til lagabreytinga á aðalfundi, sbr. 29. gr. félagslaga.
9. Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis 14. Desember 2019.
10. Erindi TF1GW með ósk um lausn frá embætti í prófnefnd, dags. 15. desember.
11. CQ TF, 1. tbl. 2020. (Einnig kynnt efnisyfirlit fyrir útkomin tölublöð 2018, 2019 og 2020).
12. Vetrardagskrá ÍRA febrúar-maí 2020.
13. Önnur mál.
a. Drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti; Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.
b. Erindi IARU Svæðis-1 um tilnefningu fulltrúa á ráðstefnuna í Serbíu í október n.k.
c. Erindi SSA með tillögum um dagsetningu NRAU fundar í Svíþjóð í september n.k.
d. Afgreiðsla á ferðastyrk v/NOTA þátttöku í ungmennabúðum radíóamatöra í Noregi 10.-13. apríl.
e. Síðasti stjórnarfundur starfsársins 2019/20; þakkarávarp formanns.
14. Næsti fundur. Tímasetning verður ákveðin í samráði við viðtakandi stjórn eftir aðalfund.
15. Fundarslit.
2. Fundargerð 7. fundar frá 11. desember lögð fram.
Ritari, TF2LL, lagði fram fundargerðina. Hún var samþykkt samhljóða.
3. Stjórnarfundur haldinn 19. desember lýstur ólöglegur vegna mistaka við boðun.
Málið koma þannig til, að formaður hafði boðað til „fimm mínútna“ stjórnarfundar í Skelja-nesi 19. desember s.l. þar sem fimm stjórnarmenn voru staddir á staðnum. Eitt mál var á dagskrá, að samþykkja beiðni TF1GW um að hætta í prófnefnd um áramót þar sem hann væri fluttur út á land. Málið var hugsað til að spara tíma, en þar sem ekki var formlega boðað til fundarins, útskýrði formaður, hafi hann í raun verið ólöglegur og sagðist Jónas fara þess á leit við stjórnarmenn, að þeir samþykktu tillögu hans um að lýsa fundinn ólöglegan. Sama málefni væri lagt fyrir þennan stjórnarfund, undir 10. lið dagskrár. Hann baðst jafnframt velvirðingar á þessu frumhlaupi sínu. Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.
4. Innkomin/útsend erindi á milli stjórnarfunda.
Formaður, TF3JB, fór yfir innkomin og útsend erindi til félagsins á tímabilinu 11. desember til 30. janúar 2020.
5. Gjaldkeri ræðir drög að ársreikningi félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2019.
Gjaldkeri, TF3PW, kynnti stöðu félagssjóðs. Inneign væri um 1.280 þúsund krónur. Hann sagði einn reikning ógreiddan, sem yrði greiddur á eindaga. Varaformaður, TF3DC, spurði um fjárhæð félagsgjalda ársins og kom fram hjá gjaldkera að það væri um ein milljón króna.
6. Fundarboð aðalfundar 2020, sbr. 17. gr. félagslaga.
Formaður, TF3JB, gaf stjórn skýrslu og lagði fram gögn um boðun fundarins. Fram kom, að alls voru send fundarboð til 187 félagsmanna. Þar af voru 175 send í tölvupósti 23. janúar og 12 send í pósti 24. janúar.
7. Dagskrá aðalfundar 2020, sbr. 19. gr félagslaga.
Formaður, TF3JB, lagði fram og kynnti dagskrá aðalfundar sem er fastsett í lögum. Hann sagðist vilja bera undir stjórn, að heimila að tvö atriði yrðu á dagskrá, undir liðnum önnur mál. Annars vegar, afhending viðurkenninga félagsins til staðfestingar á nýju Íslandsmeti í vegalengd fjarskiptasambands á 1,2 GHz og hinsvegar, flutningur TF2EQ, ungmennafulltrúa ÍRA, á stuttri skýrslu um YOTA málefni félagsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.
8. Tillögur til lagabreytinga á aðalfundi 2020, sbr. 29. gr. félagslaga.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að engar tillögur til lagabreytinga hafi borist að þessu sinni.
9. Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis 14. desember.
Umsjónarmaður námskeiða og gjaldkeri, TF3PW, skýrði frá því að 12 hafi verið skráðir í prófið, 10 hafi mætt til prófs og 8 hafi staðist próf til G-leyfis. Allir hafi sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum frá PFS og einhverjir komnir í loftið. TF3PW var þakkað fyrir góða og vandaða vinnu í sambandi við verkefnið, en hann sá einnig um framleiðslu námsgagna.
10. Erindi TF1GW með ósk um lausn frá embætti í prófnefnd, dags. 15. desember.
Formaður, TF3JB, lagði fram og kynnti erindi TF1GW. Fram kemur m.a. að hann óskar að hætta í nefndinni þar sem hann er fluttur út á land. Samþykkt var samhljóða að veita TF1GW lausn frá embætti og er honum þökkuð góð störf.
11. CQ TF, 1. tbl. 2020; einnig kynnt efnisyfirlit yfir útkomin tölublöð 2018, 19 og 20.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að 1. tölublað ársins hafi komið út á heimasíðu þann 23. janúar s.l. Blaðið er 49 bls. að stærð og er fjórða og síðaasta tölublað starfsársins 2019/20. Hann kynnti ennfremur, nýlega unnið efnisyfirlit yfir félagsblöðin sem komið hafa út frá árinu 2018 til dagsins í dag. Stjórnarmenn þökkuðu fyrir gott blað og voru menn sammála um, að efnisyfirlitin auðvelduðu mjög efnisleit í blöðunum.
12. Vetrardagskrá ÍRA febrúar-maí 2020.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagða vetrardagskrá og gat þess að hún væri ennfremur til kynningar í 1. tbl. CQ TF 2020. Hann þakkaði stjórnarmönnum sérstaklega fyrir verðmæta aðkomu að samsetningu nýrrar dagskrárinnar, sem nær yfir tímabilið frá 13. febrúar til 14. maí n.k. Fram kom, að fjöldi viðburða er nær 30 talsins að þessu sinni.
13. Önnur mál.
a. Drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti.
Varamaður, TF3UA, kynnti framlögð gögn. Fram kom, að um væri að ræða drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga, m.a. til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB, auk kynningar á uppfærslu reglugerðar ESB um samstarfsvettvang evrópskra eftirlitsaðila, svonefndar BEREC og TSM reglugerðir ásamt uppfærslu eldri gerða samkvæmt tilskipun ESB nr. 2018/1972. Sæmundur sagði ekki sérstaka ástæðu til umsagnar eða afskipta ÍRA, enda áhyggjur manna um að ferlið hreyfði við CE merkingum og undanþágum fyrir radíóamatöra óþarfar, þar sem ekkert væri fjallað um þau mál í frumvarpsdrögunum.
b. Erindi IARU Svæðis-1 um tilnefningu fulltrúa á ráðstefnuna í Serbíu.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt erindi IARU Svæðis 1 dags. 11. janúar s.l., þar sem óskað er tilnefningar á fulltrúa/fulltrúum ÍRA á ráðstefnu svæðisins, sem haldin verður í Serbíu 11.-16. október n.k. Tillaga formanns, um að TF3KB, IARU/NRAU tengiliður ÍRA, sæki ráðstefnuna fyrir hönd félagsins, var samþykkt samhljóða. Fram kom í máli formanns að ÍRA bjóðist styrkur til fararinnar á fundinn frá Svæði 1, líkt og fyrri ár.
c. Erindi SSA með tillögum um dagsetningu NRAU fundar í Svíþjóð.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt erindi formanns SSA dags. 18. janúar s.l., þar sem óskað er umsagnar um tvær dagsetningar fyrir fund sem haldinn verður í Svíþjóð til undirbúnings Norrænu landsfélaganna fyrir ráðstefnu IARU Svæðis 1. Fram kom hjá formanni, að hann hafi falið TF3KB, IARU/NRAU tengilið, að svara erindinu og TF3KB hafi gert það og sagt að báðar dagsetningar komi til greina. Undir dagskrárliðnum var samþykkt samhljóða, að fara þess á leit við TF3KB, að sækja fundinn fyrir hönd félagsins. Fram kom í máli formanns, að ÍRA bjóðist styrkur frá NRAU fyrir 80% hluta ferðakostnaðar.
d. Ferðastyrkur v/NOTA þátttöku í ungmennabúðum radíóamatöra í Noregi 10.-13. apríl.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA hafi haft samband. Í kjölfar kynningar hennar á NOTA viðburðinum í Noregi á heimasíðu ÍRA þann 10. janúar s.l., hafi Oddný Þóra Konráðsdóttir haft samband og sýnt áhuga á að fara til Noregs. Elín sagðist mæla með að hún fengi ferðastyrk frá félaginu, en hún muni sjálf sækja viðburðinn á eigin kostnað. Samþykkt samhljóða að veita Oddnýju allt að 50 þúsund styrk úr félagssjóði til fararinnar. Formaður sagði, að ánægjulegt væri að geta þess að Oddný væri félagi í ÍRA og foreldrar hennar væru báðir leyfishafar, þ.e. TF3VD og TF3KE (sk).
e. Síðasti stjórnarfundur starfsársins 2019/20; þakkarávarp formanns.
Formaður, TF3JB, fór stuttlega yfir starfið á árinu. Að lokum þakkaði hann stjórnarmönnum frábært samstarf og ánægjulega persónulega viðkynningu í öllum samskiptum er varða málefni félagsins. Erfitt væri að hugsa sér betri samstarfsmenn. Hann uppskar á móti, klapp og hlý orð frá stjórnarmönnum.
14. Næsti fundur stjórnar.
Tímasetning verður ákveðin í samráði við viðtakandi stjórn eftir aðalfund.
15. Fundarslit. Fundi var slitið kl. 20:55.
Georg Magnússon TF2LL,
ritari.
[1] Heildarlisti yfir embættismenn ÍRA starfsárið 2019/20 fylgir með fundargerð þessari, aftast.
[2] Til skýringar: Við fundarslit var hugmyndin að ljúka dagskrá á stuttum framhaldsfundi. Þegar frá leið, var það mat formanns, að heppilegra yrði að boða til nýs fundar 8.7. til afgreiðslu fyrirliggjandi mála og fleiri sem höfðu bæst við.
[3] Framhald…“til að skýra og gera grein fyrir erindinu munnlega, þar sem bréfleg samskipti virðast ekki ætla að skila tilætluðum árangri“.