,

GAREC 2014

Árleg alþjóða neyðarfjarskiptaráðstefna radíóamatöra, GAREC 2014, var haldin um miðjan ágústmánuð í Huntsville Alabama. Á ráðstefnunni var helst rætt um framtíð amatörradíóáhugamálsins og hvernig hægt væri að nýta þáttöku radíóamatöra í neyðarfjarskiptum til að efla amatörradíó. Til viðbótar venjulegri ráðstefnuvinnu við skýrslur og IARU málefni var fjallað um SATERN verkefni Hjálpræðishersins, ýmsar stafrænar mótunaraðferðir og fjarstýringu amatörstöðva. Einnig var fyrirlestur um nýtingu fjarskiptabúnaðar ýmissa herja heimsins í neyðarástandi og náttúruhamförum og byggingu sameinlegra fjarskiptamiðstöðva svipaðar þeirri sem byggð hefur verið upp í Skógarhlíð á undanförnum árum og er ein sú fyrsta ef ekki fyrsta fjarskiptamiðstöð í okkar heimi sem sameinar allar fjarskiptaleiðir og samtengingu þeirra á einum stað.

Ýmis mál og framtíðarverkefni fæddust á GAREC 2014 eins og skoðun á þörfum ýmiskonar stofnana og samtaka fyrir fjarskipti og hvernig best væri að kynna amatörradíó sem traustverðan aðila í hamfarafjarskiptum. Rætt var einnig um hvernig best væri staðið því að koma á framfæri samstundis upplýsingum til almennings um hamfarir og þróun þeirra.

Næsta GAREC ráðstefna verður haldin í júní 2015 í Tampere Finnlandi.

Nánari fréttir verða sagðar frá GAREC 2014 um leið og fundargerðir berast.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 14 =