,

GEORG TF2LL VERÐUR Í SKELJANESI 2. MAÍ

Georg Magnússon TF2LL kemur í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí og flytur erindi undir heitinu:  „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“.

Líkt og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL ein sú besta á meðal radíóamatöra hér á landi, auk þess sem fjarskiptabúnaður stöðvarinnar er í fremstu röð.  Eftir veðurtjón árin 2015 og 2016 hefur hann endurnýjað flest loftnetin. Georg kemur í Skeljanes og segir okkur loftnetasögu sína í máli og myndum.

Ath. að erindi Georgs hefst stundvíslega kl. 20:00 (en ekki kl. 20:30 eins og venjulega). Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta stundvíslega. Kaffi og veglegt meðlæti.

Áður auglýst verðlaunaafhending í Páskaleikunum 2019 frestast um viku, eða til fimmtudagsins 9. maí n.k.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − one =