Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA á laugardegi
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í fjarskiptum um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni, TF3IRA, í Skeljanesi, laugardaginn 17. nóvember.
Sambönd náðust í gegnum AMSAT Oscar 7, Fuji Oscar 29 (Jas 2), VUsat Oscar 50 og Saudi Oscar 52. Af þessum fjórum gervihnöttum er sent á þá alla á 70 cm og hlustað á 2 metrum, nema AMSAT Oscar 7, þar sem sent er á 2 metrum ogh hlustað á 70 cm. Flest samböndin voru höfð á SSB, nema á Oscar 50, þar sem notuð var tíðnimótun (FM). Að þessu sinni náðust ekki sambönd á morsi. Viðburðurinn var afar fróðlegur og vel heppnaður. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þennan sólríka laugardag.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Benedikt Guðnasyni, TF3TNT, fyrir áhugavert og vel heppnað námskeið og TF3JB og TF3SB fyrir meðfylgjandi ljósmyndir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!