Gervihnöttur í Skeljanesi á fimmtudagskvöld 11. janúar
Kaffi og kleinur frá 20 – 22
Á fimmtudagskvöld kemur til okkar TF3ARI með síðasta hlutann af sinni kynningu á VHF/UHF/SHF fjarskiptum og gervihnöttum. Ari ætlar að sýna okkur módel af gervihnetti og lýsa smíði og uppskoti gervihnattar.
Spútnik, fyrsta heimasmíðaða fylgitungl jarðarinnar var skotið á loft frá Kazakhstan í suðurhluta fyrrum Sovétríkjanna. Þvermál hnattarins var rúmur hálfur metri og þyngdin rúm 80 kíló. Tunglið hringsólaði um jörðina í fjóra mánuði en brann upp 4. janúar 1958 fyrir réttri hálfri öld. Tunglið var sýnilegt frá jörðu og var búið fjarskiptabúnaði.
Hvað þýðir spútnik?
og…
Egill Ibsen sendi okkur póst:
Sælir herramenn og HNY, aldrei þessu vant þá kemst ég í Skeljanesið næsta fimmtudagskvöld. Mig langar til þess að koma með RS-918 (mcHF klón) og Chameleon F/P loop-net og sýna þeim sem hafa áhuga, tel að það séu nokkrir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!