,

GJÖF MÓTTEKIN Í FJARSKIPTAHERBERGI TF3IRA

Stjórn félagsins tók á móti góðri gjöf til TF3IRA í dag, 2. ágúst.

Um er að ræða YAESU SMB-201, sem er sérhönnuð borðfesting með innbyggðri viftu og notast við ICOM IC-208H VHF/UHF APRS stöð félagsins, TF3IRA-1Ø.

SMB-201 þarf ekki að skrúfa niður í borðplötuna því hún er búin sérstökum gúmmífótum, sem gerir stöð og festingu mjög stöðuga. Þá er kæliviftan í borðfestingunni stærri en innbyggða viftan í IC-208H stöðinni, þannig að vart heyrist í henni þegar hún fer í gang.

Stjórn ÍRA þakkar velvilja og góðan stuðning, en gefandi óskar að láta kallmerkis ekki getið.

Þess má geta að um er að ræða samskonar borðfestingu og félaginu var gefin 23. september 2019 til að nota við YAESU FT-7900E VHF/UHF stöð TF3IRA og hefur reynst mjög vel. Svo heppilega vill til, að SMB-201 festingin smellpassar einnig við ICOM IC-208H ARPS stöðina. Sami félagsmaður var gefandi þá og nú.

Skeljanesi 2. ágúst 2020. YAESU FT-7900E og ICOM IC-208H stöðvar félagsins komnar á SMB-201 borðfestingar og “jafnvægi” ríkir á VHF/UHF borði TF3IRA. Ljósmynd: TF3JB.
Til samanburðar. Skeljanesi 23. ágúst 2019. Myndin sýnir FT-7900E stöðina eftir að búið var að skrúfa hana á SMB-201 festinguna. Óneitanlega er eins og það þurfi að „lyfta“ IC-208H stöðinni eitthvað (sem nú hefur verið gert). Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 1 =