,

Gjöf til Í.R.A.

Endurinnrammað pappírsafrit af fyrsta RTTY QSO’i frá Íslandi fyrir rúmum 36 árum.

Félaginu hefur borist að gjöf endurinnrömmun á fyrsta QSO’i sem haft var á RTTY frá íslenskri radíóamatörstöð, TF3IRA, þann 29. mars 1974 kl. 19:14.

Sá sem hafði sambandið frá félagsstöðinni var Kristján Benediktsson, TF3KB og var það við K3KV á 14 MHz.
Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. Sent RST var 599. Kristján notaði Teletype 15 vél ( http://www.baudot.net/teletype/M15.htm )og heimasmíðaðan afmótara (e. demodulator). Þáverandi QTH félagsins var vestast á Vesturgötunni í Reykjavík, sendiafl 30W og loftnet tvípóll.

Þegar þetta fyrsta RTTY samband var haft fyrir rúmum 36 árum notuðu radíóamatörar svokallaðar fjarritvélar (einnig nefndar “telex” eða “teletype” vélar). Vélarnar “hömruðu” stafina á pappír sem á þeim tíma var fáanlegur á lagernum hjá Landssímanum í kjallara Landssímahússins við Sölvhólsgötu. Afar ánægjulegt er, að upphaflega pappírsafritið af QSO’inu hefur varðveist. Þegar eldri ramminn var “opnaður” nýlega til að sækja upphaflega afritið til endurinnrömmunar, kom í ljós að pappírinn hafði verið notaður báðum megin og eru á bakhliðinni (sem reyndar sést ekki) afrit af prófunum Kristjáns, TF3KB, áður heldur en hann fór í loftið þetta kvöld í mars 1974 og kallaði út CQ de TF3IRA. Þetta sýnir að menn nýttu pappírinn vel á þessum tíma. Þess má geta að lokum, að sami félagsmaður kostar endurinnrömmunina nú og kostaði hana áður.

Stjórn Í.R.A. þakkar gjöfina og verður henni komið fyrir í fjarskiptaherbergi Í.R.A. í samráði við stöðvarstjóra.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + 19 =