,

AFMÆLISGJÖF TIL ÍRA

Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., afhenti Jónasi Bjarnasyni, TF3JB formanni ÍRA listaverk að gjöf til félagsins þann 31. ágúst í Skeljanesi. Gjöfin er í tilefni 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst s.l.

Verkið ber nafnið „Bylgjur“ og er eftir listamanninn Lúkas Kárason. Það er unnið úr rekaviði af Ströndum. Oddur sagði, að þeim Reyni hafi fundist verkið passa svo vel við starfsemi radíóamatöra sem væru jú alltaf að fást við radíóbylgjur. Jónas þakkaði Oddi góð orð og sagðist taka við gjöfinni fyrir hönd félagsins með ánægju og þakkaði góðan hug þeirra félaga til ÍRA.

Listamaðurinn starfaði framan af við þróunarhjálp en tók síðari árin til við útskurð úr rekaviði. Hann hélt sýningar á verkum sínum víða um land. Lúkas lést þann 23. mars 2020.

Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., á skrifstofu sinni í Skeljanesi.
Reynir Björnsson TF3JL meðeigandi ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., á skrifstofu sinni í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − nine =