,

Glæsilegur árangur hjá TF3CW á 7 MHz í CQWW CW keppninni 2010

Myndin sýnir Cushcraft 2 staka 7 MHz Yagi loftnetið í 22 metra hæð. Ljósmynd: Benedikt Sveinsson, TF3CY.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ World Wide DX keppninni á CW helgina 27.-28. nóvember s.l. Siggi keppti að þessu sinni í einmenningsflokki á 7 MHz á fullu afli, nánar til tekið “með aðstoð” (sem m.a. þýðir að notkun á “cluster” upplýsingum er heimil). Niðurstaðan eftir helgina var þessi: 2.811 QSO / 38 svæði (e. CQ zones) / 122 DXCC einingar (e. entities) / og heildarfjöldi stiga: 831.860.

Þetta er glæsilegur árangur og líklega besti árangur sem náðst hefur í einni keppni hér á landi á 40 metrunum. Siggi sagði að skilyrðin hafi verið nokkuð góð, einkum fyrri daginn. Miðað við þetta tíðnisvið er fjöldi svæða afar góður, en hann vantaði aðeins svæði 37 og 38 (sem bæði eru í Afríku). Þá hjálpuðu góðar opnanir á Japan og sæmilegar opnanir á Bandaríkin.

Miðað við framkomnar upplýsingar á netinu um árangur annarra keppenda í þessum keppnisflokki, bendir allt til að árangur Sigga tryggi honum eitt af hæstu sætunum í Evrópu og yfir heiminn. Auk Sigga, kepptu tvær aðrar stöðvar í svæði 40 á 7 MHz í keppnisflokknum, þ.e. OX3XR og JW1CCA.

Stjórn félagsins óskar Sigurði til hamingu með árangurinn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 2 =