,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX

Guðlaugur Kristinn Jónsson TF8GX í fjarskiptaherberginu ásamt Freyju afastelpu. Ljósmynd: Birna, XYL.

Guðlaugi Kristni Jónssyni, TF8GX, barst staðfesting frá ARRL í póstinum á föstudag (þann 14. september) þess efnis, að hafa fengið 300. DXCC eininguna skráða. TF8GX er þar með 3. TF-stöðin sem nær 300 DXCC landa áfanganum, sem er með eftirsóttari viðurkenningum á meðal DX-manna í heiminum í dag.

Þær tvær íslenskar stöðvar sem náð hafa þessum árangri áður, eru TF3SV (sk) með 349 lönd og TF3Y með 321 land. Stjórn Í.R.A. óskar Guðlaugi Kristni innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

En Guðlaugur fékk annað umslag frá ARRL í póstinum þennan sama dag. Um var að ræða ARRL Diamond DXCC Challenge viðurkenningarskjalið, sem er það fyrsta sinnar tegundar sem gefið er út til TF-stöðvar. Skjalið geta þeir radíóamatörar sótt um sem náð hafa og fengið staðfest, a.m.k. tilgreind 100 DXCC lönd á 75. afmælisári DXCC sem er í ár, 2012. Glæsilegt hjá Guðlaugi!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 2 =