,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX í SAC SSB keppninni

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, náði glæsilegum árangri í SSB-hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 8.-9. október s.l. Samkvæmt niðurstöðum keppnisnefndar SAC, þann 10. nóvember s.l., er Gulli Norðurlandameistari í einmenningsriðli í “Multiband LP” flokki á SSB árið 2010.

Niðurstöður fyrir fyrstu þrjú sætin eru þessi:

1. sæti: TF8GX – 1239 QSO – 2745 QSO punktar – 154 margfaldarar = 422.730 stig.
2. sæti: OG6N – 872 QSO – 1824 QSO punktar – 150 margfaldarar = 273.600 stig.
3. sæti: OH1LEG – 597 QSO – 1295 QSO punktar – 135 margfaldarar = 174.825 stig.

Líkt og sjá má að ofan er Gulli afgerandi sigurvegari í flokknum. Innsendar keppnisdagbækur voru alls 91.

Stjórn Í.R.A. óskar Gulla til hamingju með árangurinn.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + 15 =