Glæsilegur árangur TF2CW í CQ WW keppninni
Alls skiluðu fimm íslenskar stöðvar gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 24.-25. nóvember s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF2CW, 2. sætinu yfir Evrópu (silfurverðlaunum) og 4. sæti yfir heiminn. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, háafli, aðstoð. Þetta er glæsilegur árangur miðað við afar óhagstæð skilyrði framan af fyrri keppnisdeginum og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.
Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Þar má nefna TF4X sem náði 14. sæti yfir Evrópu og 35. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki og TF3SG sem náði 29. sæti yfir Evrópu og 25. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.
Keppnisflokkur |
Kallmerki |
Yfir heiminn |
Yfir Evrópu |
Heildarstig |
---|---|---|---|---|
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl, aðstoð |
TF3CW |
4. sæti |
2. sæti |
1,114,920 |
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl, aðstoð |
TF3SG |
35. sæti |
29. sæti |
44,304 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl |
TF3DX/M |
580. sæti |
337. sæti |
135,036 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl, aðstoð |
TF3VS |
520. sæti |
260. sæti |
34,668 |
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð |
TF4X* |
35. sæti |
14. sæti |
9,436,500 |
*TF4X op’s: G3SWH N3ZZ TF3DC TF3Y UA3AB WA6O.
Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=cw
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!