,

Glæsilegur árangur TF2RR, 11. sæti í Evrópu

Á myndinni má sjá hluta af loftnetum Georgs Magnússonar TF2LL sem TF2RR notaði í CQ WW RTTY keppninni 2012. Á turninum eru OptiBeam 18-6 fyrir 40 til 10 metra böndin og OptiBeam 1-80 fyrir 80 metrana. Turninn er 28 metra hár, að stærstum hluta heimasmíðaður.

Þrjár íslenskar stöðvar skiluðu gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í CQ World-Wide DX RTTY keppninni 2012, sem haldin var helgina 29.-30. september síðastliðinn. Í marshefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr keppninni. Samkvæmt þeim, náði TF2RR 11. sæti yfir Evrópu og 14. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Að baki þessum árangri voru 2.968 QSO og 3,382,323 heildarstig. Þetta er glæsilegur árangur þegar tekið er tillit til þess hve skilyrði versnuðu síðari dag keppninnar sem endaði með því, að hópurinn ákvað að ljúka þátttöku síðdegis þann dag. Þrátt fyrir allt, er þetta líklega besti árangur sem náðst hefur frá TF stöð í alþjóðlegri RTTY keppni hingað til.

Í keppninni var unnið var frá vel útbúinni stöð TF2LL í Borgarfirði. TF2RR keppti í „fleirmenningsflokki/einn sendir/öll bönd/hámarksafl”. TF2RR (og TF3RR) eru kallmerki Radíóklúbbsins Radíó refir. Klúbbfélagar eru: Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Haraldur Þórðarson TF3HP og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, auk Andrésar Þórarinssonar TF3AM, sem nýlega gekk til liðs við refina.

Tvær aðrar TF stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum. Það voru TF3G sem var með 120 QSO og 16.940 heildarstig. Gísli keppti í „einmenningsflokki/einn sendir/öll bönd/lágafl”. Þá skilaði TF8SM samanburðargögnum (e. check-log) til keppnisnefndar

Stjórn Í.R.A. óskar Radíó refum innilega til hamingju með frábæran árangur í keppninni, svo og öðrum íslenskum leyfishöfum sem tóku þátt að þessu sinni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × five =