Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða
Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti yfir heiminn; silfurverðlaunin.
Sigurður hafði að þessu sinni 4.260 QSO sem hann náði með 33 klukkustunda viðveru. Þetta er stórglæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, er í hópi bestu keppnismanna í heimi.
Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, sem keppti á öllum böndum, hámarksafli; árangur Ársæls Óskarssonar, TF3AO,sem keppti á 21 MHz, hámarksafli, aðstoð; og árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur en hópurinn keppti í fleirmenningsflokki, hámarksafli, með einn sendi. Sjá nánar meðfylgjandi töflu.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.
Keppnisflokkur, CQ WW DX SSB 2012 |
Kallmerki |
Árangur, stig |
QSO |
CQ svæði |
DXCC einingar |
---|---|---|---|---|---|
15 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}TF3AO*
|
Unknown macro: {center}48,720
|
Unknown macro: {center}433
|
Unknown macro: {center}19
|
Unknown macro: {center}65
|
20 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF3CW*
|
Unknown macro: {center}1,387,337
|
Unknown macro: {center}4,260
|
Unknown macro: {center}36
|
Unknown macro: {center}125
|
80 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF3SG*
|
Unknown macro: {center}28,258
|
Unknown macro: {center}361
|
Unknown macro: {center}16
|
Unknown macro: {center}55
|
Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF3AM*
|
Unknown macro: {center}169,076
|
Unknown macro: {center}835
|
Unknown macro: {center}37
|
Unknown macro: {center}135
|
Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl |
Unknown macro: {center}TF8GX
|
Unknown macro: {center}10,064
|
Unknown macro: {center}72
|
Unknown macro: {center}24
|
Unknown macro: {center}50
|
Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}TF3IG
|
Unknown macro: {center}16,932
|
Unknown macro: {center}205
|
Unknown macro: {center}30
|
Unknown macro: {center}72
|
Öll bönd, fleirmenningsflokkur, hámarksafl** |
Unknown macro: {center}TF3W*
|
Unknown macro: {center}7,125,928
|
Unknown macro: {center}5,701
|
Unknown macro: {center}130
|
Unknown macro: {center}489
|
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu. **TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!