GÓÐ FERÐ Í BLÁFJÖLL OG Á BÚRFELL
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll í morgun, fimmtudaginn 23. júlí og settu upp Kathrein loftnet fyrir endurvarpann TF3RPB. Nýja netið er samsett úr tveimur lóðréttum „folded“ tvípólum sem eru fasaðir saman.
Árangurinn lét ekki á sér standa og var merkið úr Bláfjöllum betra bæði hjá TF1EIN í Hveragerði, TF2MSN á Akranesi, TF3IRA í Reykjavík og í bíl í Kömbunum og á Hellisheiði þar sem áður var erfitt að halda sambandi.
Þegar tíðindamaður hafði samband við þá félaga kl. 16 voru þeir að nálgast fjallið Búrfell til að líta einnig á endurvarpann TF3RPE sem ekki hefur verið QRV undanfarið.
Bestu þakkir til Ara og Georgs fyrir frábært framlag.
Uppfærð frétt kl. 17:15. Þeir félagar höfðu símasamband. Endurvarpinn TF3RPE reyndist bilaður.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!