,

Góð gjöf til ÍRA móttekin 27. júlí

Góð gjöf var móttekin fyrir hönd ÍRA í dag, laugardaginn 27. júlí 2019. Um er að ræða 11 metra háan þrístrendan loftnetsturn sem er samsettur ú 4 einingum. Turninn, sem er úr áli, er afar meðfærilegur. Hann hafði verið í geymslu utandyra í nokkurn tíma (eins og sjá má á myndunum), en auðvelt er að spúla einingarnar og þá lítur hann út eins og nýr. Boltar fylgja fyrir samsetningu og varahlutir, gerist þörf á slíku í framtíðinni.

Það er félagsmaður okkar, Jón E. Guðmundsson, TF8-Ø2Ø, sem gefur félaginu þessa gjöf sem mun koma í góð not fyrir TF3IRA.

Stjórn ÍRA þakkar Jóni E. Guðmundssyni, TF8-Ø2Ø, rausnarlega gjöf.

Ennfremur þakkir til Baldvins Þórarinssonar, TF3-Ø33, sem lagði til bifreið og kerru til flutninga turneininganna í Skeljanes.

Jón E. Guðmundsson TF8-Ø2Ø setur aukahluti (varahluti) sem fylgja turninum um borð í kerruna. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 gengur frá og raðar einingunum.
Baldvin TF3-Ø33 gerir kerruna klára til brottfarar. Á meðan útskýrir Jón TF8-Ø2Ø m.a. hvernig best er staðið að stögun turna af þessari stærð og gerð. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + 15 =