,

GÓÐ MÆTING Á NETSPJALL KVÖLDSINS

Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls 26. nóvember kl. 20:00. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið.

Góð mæting var og skráðu sig alls níu félagsmenn á fundinn sem stóð í rúmlega 1 klst. og 45 mínútur. Eins og við var að búast var umfjöllunarefnið margvíslegt þótt engin sérstök dagskrá hafi verið sett upp fyrirfram, enda margir að prófa fjarfundabúnað í fyrsta skipti.

M.a. var rætt var um tækin; QRP stöðvarnar: SKY SDR frá Ariel-51, FDM-DUO frá Elad, CommRadio CTX-10 frá AeroStream og Augonaut VI frá Ten-Tec. Ennfremur um Yaesu FTdx101D, nýju FTdx10 stöðina og Icom IC-7100 og 7300. Þá var áhugaverð umræða um SDR viðtæki. Einnig var rætt um góð skilyrði s.l. tvo mánuði út frá sólarsveiflu 25 og um fjarskipti á VHF/UHF um endurvarpann í alþjóðlegu geimstöðinni. Menn skiptust einnig á vefslóðum á áhugaverðar heimasíður.

Bestu þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW fyrir að bjóða til þessa annars netspjalls, sem er í kjölfar „purfuhittings“ Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir réttri viku. Skemmtileg tilbreyting og vel heppnuð a.m.k. á meðan félagsaðstaðan í Skeljanesi er lokuð vegna COVID-19.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 9 =