GÓÐ ÞÁTTTAKA Í VEFSPJALLI
Jón Björnsson, TF3PW bauð til síðasta netspjalls ársins 2020 fimmtudaginn 17. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið.
Góð mæting var og skráðu sig 11 félagsmenn á fundinn sem stóð í rúmar 2,5 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig mættu félagar á Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi.
Þótt ekki hafi verið sett upp dagskrá fyrirfram skorti ekki umræðuefni. Rætt var m.a. um tækin, SDR viðtæki, loftnet, truflanir, starfrækslu yfir netið, alþjóðlegar keppnir og um skilyrðin.
Bestu þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW. Þetta var 4. fimmtudagskvöldið sem menn hittust á þennan hátt, þar sem Jón efndi einnig til spjalls 10. desember og 26. nóvember s.l., en Ágúst H. Bjarnason, TF3OM reið fyrstur á vaðið með netspjall 19. nóvember s.l. Skemmtileg tilbreyting og vel heppnaður viðburður.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!