Það var góð mæting og létt yfir mannskapnum fimmtudagskvöldið 25. febrúar í Skeljanesi. Umræður voru í hverju horni og áhugamálið í brennidepli. Mikið var rætt um loftnet, viðhald þeirra og uppsetningu enda vortilfinning eftir léttan vetur og milt veður hingað til.
Margir voru að skila af sér kortum eða sækja innkomin kort og voru að hitta mann og annan, auk þess sem verðlaun og viðurkenningar ÍRA vegna viðburða á vegum félagsins á árinu 2020 voru til afhendingar. Alls mættu 19 félagar og 1 gestur í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu rigningarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-02-26 08:25:432021-02-26 15:36:41GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 25. FEBRÚAR
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!