,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. febrúar. Þetta var annað opnunarkvöldið á nýju ári 2022, en hafa þurfti aðstöðuna lokaða allan janúarmánuð vegna farldursins.

Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar.

Sérstakur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Helge-Jörgen Lammers, DC3SHL. Hann er búsettur í borginni Roth í Þýskalandi (ekki langt frá Nürnberg).

Alls mættu 17 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í ágætu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 10. febrúar. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Haukur Konráðsson TF3HK og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Helge-Jörgen DC3SHL í Skeljanesi 10. febrúar. Ljósmynd: Jón Björnsson TF3PW.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 3 =