,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES OG GÓÐAR GJAFIR

Félaginu barst að gjöf jeppafylli af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fimmtudagskvöldið 14. nóvember. Þá lauk Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, við uppfærslu þriðju tölvunnar í fjarskiptaherbergi TF3IRA (Lenovo ThinkCentre). Síðast, en ekki síst, áttu félagsmenn góðar umræður um áhugamálið yfir kaffibolla.

Að venju var mikið rætt um tækin, loftnet, „Sark 110“ loftnetsgreininn (sem einn var nýbúinn að panta), skilyrðin á 80 metrum nú um stundir, verkefni sem menn eru með á vinnuborðinu o.m.fl. Einn félagsmanna kom færandi hendi með stóra dós af jólakonfekti frá Quality Street (Christmas 2019 Edition), og smakkaðist innihaldið vel með kaffinu.

Radíódótið frá TF3WS verður til afhendingar til félagsmanna frá og með 17. nóvember, en á sunnudag verður svokallaður „sófasunnudagur“ í Skeljanesi.

Alls mættu 19 félagar og 1 gestur í Skeljanes í heiðskírri froststillunni þetta ágæta vetrarkvöld.

Hluti af radíódótinu sem barst frá TF3WS 14. nóvember. M.a. mikið af spennum, aflgjöfum, a.m.k. 1 RF magnari o.m.fl. Mynd: TF3JB.
Yfirlitsmynd yfir radíódótið sem TF3WS færði félaginu. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
TF1A gengur frá nýju skjákorti í Lenovo ThinkCentre tölvuna, sem notast við Icom iC-7610 stöð TF3IRA. Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: Jónas Bjarnason, TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + 4 =