Góð þáttaka í léttu rabbi Þórs, TF3GW, í gærkvöldi.
Þór, TF3GW, fyllti gömlu höfuðstöðvar Skeljungs í gærkvöldi og létt var yfir íslenskum radíóamatörum. Þór sagði sögur af ýmsum opnunum á 6 metrunum og minntist sérstaklega eins sumars í upphafi aldarinnar þegar 6 metrarnir voru opnir til Evrópu á daginn í fleiri mánuði. Formóðir allra 6 metra opnana.
Rætt var um radíóvitana og einn nýju amatöranna spurði hvort ekki væri tími til kominn að koma upp sjálfvirkri vöktun á sendingar radíóvita frá Evrópu og láta tölvuna senda SMS á alla áhugasama þegar eitthvað heyrðist. Hugmyndin er fædd og nú er bara spurning hvort einhver tekur að sér að hengja bjölluna á köttinn?
Mikið var rætt um hvað það væri í háloftunum sem réði því hvenær E-lagið jóníseraðist nægilega til að að erlendar stöðvar heyrðust hingað til okkar norður í Atlantshafinu. Eitt af því sem gerir þessar opnanir áhugaverðar er að engin þörf er á miklu afli eða stórum loftnetum, dípóll eða þriggja staka greiða og 10 wött út í loftnet er allt sem þarf.
Og E- lagið endurkastar ekki bara 50 MHz sendingum heldur líka hærri tíðnum og lægri eins og 10 metrunum. Hér á eftir eru krækjur á frekari upplýsingar.
6 m DX
Viðvörunarnet
NCXF
Viðvörun send í email
Chip N6CA segir svo frá formóður allra 6 metra opnana:
4. nóvember 2001 var mjög góð sex metra opnun til Suður-Kaliforníu. . . . opnun til Evrópu eins og alla sexmetra DXara dreymir um í sólblettalágmarki. Það var laugardagsmorgun í nóvember og sólarflæðið var að meðaltali 250 eða svo og á blómatíma seinna hámarks á endurfæddum 23. sóblettahring. Sólarflæðið hafði aukist jafnt og þétt mánuðunina á undan. Nánast allir voru í loftinu hér í Suður-Kaliforníu og það virtist eins og allir hefðu náð sambandi við Evrópu. Fyrir marga var það fyrsta Evrópusamband þeirra. Fyrir marga Evrópubúa var það fyrsta Californíusamband þeirra þannig að það var mikill æsingur á báðum endum. Evrópulöndum fjölgaði Frakkland, Írland, Norður-Írland, England, Skotland, Wales og Mön og ég missti sennilega nokkra.
Eftirvænting þessa dags var enn í fersku minni og vissum við ekki að við áttum áttum í vændum enn betri opnun þann 17. nóvember, 2001.. . . það var “móðir allra sex metra opnana” heyrðist einn náungi segja! rapport frá allri Ameríku virtist gefa til kynna það sama “besti dagur sem ég hef nokkurn tíma séð á sex metrum”. Margar af þessum amatörum höfðu verið á sex metrunum árum-, áratugum saman.
Dagurinn byrjaði með venjulegum samböndum frá norðaustur Bandaríkjunum til Evrópu, daufar portúgalskar og spænskar myndsendingar sáust. Stöðvar í Puerto Rico, Turks & Caicos byrjuðu að heyrast í Suður-Kaliforníu. Um klukkan 1700Z heyrðum við undrandi CQ frá CT1DYX og hann hélt áfram að styrkjast. Nokkrir EHs og CTs heyrðust í næstu tvo tímana og við fréttum að K5 hafði náð FR1GZ í Reunion Island í Indlandshafi. Við vissum að Reunion hafði náðst í Phoenix (W7RV) árið áður og FR5DN heyrst í W6 tveimur vikum fyrr. Nokkrir af okkur fóru á vinnutíðni FR1GZ og okkur til undrunar var hann þar að senda CQ. N6KK, WA6PEV, W6CPL, N6XQ og N6CA náðu Yvon FR1GZ þann morgun. Meðal fjarlægð frá Suður-Kaliforníu var um 11470 mílur,18455 km. Slíkar vegalengdir höfðu reyndar aldrei náðst áður frá Suður-Kaliforníu á 6 metrum.
Á meðan við vorum enn að masa um þessa morgunopnun til Evrópu, Reunion, Karíbahafs og Mið-Ameríku sveiflaðist opnunin skyndilega til KL7 og þeir voru sérstaklega sterkir. Þessu fylgdi mjög sterk opnun á Japan. Það hafði gerst áður en faldar inn á meðal Japananna voru nokkur Hong Kong stöðvar. Þær voru sjaldgæfar aðeins ein allt síðasta tímabil. Við fréttum að 9M6US Malaysian stöðin hafði náðst frá Pacific North West (PMW). Hann laumaðist upp úr suðinu og náðist af nokkrum San Francisco stöðvum og N6KK í Suður-Kaliforníu. Margir urðum við að sitja hjá og hlusta þar til hann hvarflaði frá okkur en að minnsta kosti heyrðum við 9M6. Mér líkaði aldrei kös. . . . sérstaklega þegar það eru þúsund aðrar stöðvar á tíðninni.
Enn spenntir eftir að minnsta kosti hafa heyrt 9M6US á sex metrum byrjuðum að heyra í XV3AA í Víetnam. Margir af okkur höfðu verið í Víetnam þannig að við vissum hversu langt er þangað, 12600 km, en að hafa samband á sex metrum ?. . . einsdæmi! Ég hef ekki einu sinni heyrt Víetnam á 40 metra CW. Hann var hér um S7 eða 8 bestur áður en hann hvarflaði burt eins og allur DX gerir að lokum. Fullkominn endir á fullkomnum degi á sex metra bandinu.
Það eru liðnar nokkrar nokkrar vikur og við erum öll enn í skýjunum yfir þessum degi. Við höfum haft nokkrar evrópskar opnanir síðan og ég get ekki ímyndað mér svona sex metra opnun aftur, en allt verður tilbúið ef það gerist.
73 Chip N6CA
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!