,

Góð þátttaka frá TF í CQ WW DX SSB keppninni

Alls tóku 10 TF stöðvar þátt í SSB-hluta CQ WW DX keppninnar sem haldinn var helgina 29.-30. október. Upplýsingar
liggja fyrir um ætlaðan árangur (e. claimed scores) tveggja þeirra, TF3CW og TF4X, sem er glæsilegur, sbr. meðfylgjandi töflu.

TF3ZA keppti í einmenningsflokki á 80 metrum, hámarksafli. Hann mun hafa haft um 1000 QSO. Samanlagður fjöldi margfaldara
(CQ Svæði og DXCC einingar) hjá honum var um 100, sem er mjög góður árangur á því bandi. Almennt séð voru skilyrð góð á
öllum böndum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, sagði, t.d. að þegar best gekk hjá honum í keppninni hafði hann haft um 240 QSO
á klukkustund, sem gerir 4 QSO á mínútu að meðaltali, sem verður að teljast afburða gott. Viðverutími TF3CW í keppninni var 40 klst.
og hjá TF4X, 30 klst.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Stöð virkjuð af

Árangur

QSO

DXCC einingar

CQ svæði

Einmenningsflokkur, 20 metrar, hámarksafl

TF3CW

TF3CW

1.444.550

3.910

136

38

Einmenningsflokkur, 10 metrar, hámarksafl

TF4X

TF3Y

571.710

3.124

93

25

Samkvæmt upplýsingum á þyrpingu (e. cluster) tóku eftirtaldar stöðvar einnig þátt í keppninni: TF3AM, TF3AO, TF3CY, TF3PPN,
TF3SG og TF8GX, auk TF3W sem var virkjuð (hluta laugardagsins) af TF3JA, TF3FIN, TF3HP og TF3WO.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Lokadagur fyrir innsendingu keppnisdagbóka er 21. nóvember n.k.
Á eftirfarandi vefslóð má fylgjast með innsendum dagbókum í keppninni: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − three =