,

GÓÐAR UMRÆÐUR 25. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 25. nóvember.

Þetta var annað opnunarkvöldið í röð í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni.

Góðar umræður voru í félagsaðstöðunni fram til kl. 22:30, enda ætíð næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur meira af áhugaverðu radíódóti.

Alls komu 9 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í froststillu í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Góð stemning við stóra fundarborðið. Georg Kulp TF3GZ, Jón Björnsson TF3PW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Óskar Sverrisson TF3DC og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Þó nokkuð hefur safnast upp að undanförnu af radíódóti í ganginum niðri í Skeljanesi.
TF3FG færði okkur m.a. þessa fjóra Band Pass Filtera í 19″ “rack” kössum 25. nóvember. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × two =