,

GÓÐIR GESTIR FRÁ KÍNA

Laugardaginn 10. ágúst heimsóttu þau Fan Yechen BI1NGN, eiginkona hans og vinur þeirra hjóna félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Þau eru búsett í Beijing í Kína og voru hér á landi í stuttri heimsókn sem ferðamenn.

Eftir því sem best er vitað, er Fan fyrsti kínverski radíóamatörinn sem heimsækir ÍRA og fær úthlutað kallmerki frá Fjarskiptastofnun; BI1NGN/TF.

Eftirtaldir félagar tóku á móti gestunum: Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA; Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA; Sigurður R. Jakobsson, TF3CW; Jón Svavarsson, TF3JON og Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA QSL Bureau.

Fan, BI1NGN hefur verið leyfishafi í fimm ár og er mjög áhugasamur um amatör radíó. Hann sagði að radíóamatörum hafi fjölgað mikið í Kína undanfarin ár. Hann nefndi að klúbburinn hans í Peking telji rúmlega 200 manns og eru þau með aðild að landsfélagi radíóamatöra í Kína, „Chinese Radio Sports And Orienteering Association (CRSAOA)“.

Klúbbfélagar hafa húsnæði þar sem þau hittast og bjóða m.a. upp á námskeið, en þar er ekki aðstaða til að setja upp loftnet. Þess í stað hittast félagarnir um helgar og fara þá á mismunandi staði með sendibúnað og loftnet og setja upp og virkja kallmerki klúbbsins. Hann sagði að það væri mjög vinsælt, en þau eru með klúbbstöð sem hefur kallmerkið BY1TL. Hann segir að þau séu rúmlega 200 í klúbbnum.

Hann var mjög hrifinn af fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi en ekki gafst tími til að fara í loftið. Fan nefndi að lokum að þau væru yfir sig hrifinn af fegurð náttúru Íslands og jákvæðu viðmóti landsmanna.

Þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Fan BI1NGN afhendir Jónasi TF3JB formanni ÍRA fána Tianlong Radio Club í Beijing.
Skipst á QSL kortum. Fan fékk afhent QSL kort TF3IRA og TF3JB og Jónas fékk afhent QSL kort BI1NGN og BY1TL. Derhúfan sem JB setti upp var sérstök gjöf en hún er merkt Tianlong klúbbnum í Beijing.
Rætt um amatörmálefni. Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Svavarsson TF3JON, Andrés Þórarinsson TF1AM og Fan Yechen BI1NGN.
Fan BI1NGN og XYL í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − four =