,

Góður árangur í prófi til amatörleyfis í Skeljanesi

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Próf til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes laugardaginn 28. maí. Alls þreyttu 18 nemendur prófið, þar af 17 í tækni og 14 í reglugerðum. 13 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í tæknihlutanum (ýmist til N- eða G-leyfis) og allir 14 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í reglugerðahlutanum.

Prófnefnd Í.R.A. annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðir og reglum um þráðlaus fjarskipti áhugamanna sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg.

Fulltrúar prófnefndar Í.R.A. á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristján Benediktsson, TF3KB; Kristinn Andersen, TF3KX; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; og Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnnar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar Í.R.A. á prófstað: Kjartan Bjarnason, TF3BJ; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Sæmundur TF3UA; Kristján TF3KB og Vilhjálmur TF3DX, ræða málin á prófstað í Skeljanesi.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hófst þann 7. mars s.l. og lauk þann 25. maí s.l. Það var í umsjón Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ. Þeir sem komu að kennslu á námskeiðinu ásamt Kjartani, voru: Andrés Þórarinsson, TF3AM; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; og Þór Þórisson, TF3GW.

Stjórn Í.R.A. færir Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu.

TF2JB

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 5 =