,

Góður dagur framkvæmda í Skeljanesinu…

Kjartan, TF3BJ og Gísli, TF3G ganga frá tengjum á kapla fyrir VHF/UHF formagnarana.

Stórum áfanga lauk í dag, sunnudaginn 18. júlí í frábæru veðri í Skeljanesinu, þegar vinnu lauk við síðasta verkhluta uppsetningar VHF/UHF loftneta félagsins. Í dag var gengið frá fæðingu og tengingu VHF/UHF formagnarana. Uppsetningarferlið sjálft er búið að taka um 7 vikur í fjórum verkhlutum. Það er ekki í sjálfu sér ekki langur tími þegar haft er í huga að stefna þarf saman lykilmönnum hverju sinni, auk þess sem verkefnið er allt unnið í sjálfboðavinnu. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóri annaðist verkstjórn dagsins (sem fyrr) og tengingar uppi við loftnetin ásamt Erling Guðnasyni, TF3EE (sjá mynd 2) en Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og Gísli G. Ófeigsson, TF3G önnuðust forvinnu, þ.m.t. lagningu kapla og tengingar (sbr. mynd 1). Sá sem þetta skrifar notaði tímann við endurmerkingu QSL skápsins, auk þess sem geymsluvasar voru settir upp fyrir QSL skilagreinar og QSL umslög við hlið QSL skápsins (sbr. mynd 3). Þeir Kjartan og Gísli notuðu tímann á meðan þeir Sveinn Bragi og Erling unnu uppi á þaki og tóku til á lóðinni umhverfis húsið og færðu m.a. annan turn félagsins til geymslu á betri stað (sbr. mynd 4). Hugmyndin er að prófa loftnet og formagnara n.k. fimmtudagskvöld (22. júlí)

Sveinn Bragi TF3SNN og Erling TF3EE önnuðust lokafrágang tengingarvinnunnar .

Geymsluvasar fyrir QSL skilagreinar og umslög voru settir upp við hlið QSL skápsins.

Kjartan TF3BJ og Gísli TF3G við tiltekt á lóðinni í kringum félagsaðstöðuna.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 1 =