Góður gestur í heimsókn í Skeljanesi
Góður gestur kom í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 23. júní. Það er Robert G. Chandler, VE3SRE. Hann er hér á rúmlega viku ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í fríi en þau hjón eru bústett í Toronto í Kanada. Bob hefur verið leyfishafi í rúmlega tvo áratugi (frá 1990) og er áhugamaður um keppnir og hefur t.d. fengið úthlutað sérstöku kallmerki fyrir keppnisþátttöku, sem er VA2SRE (þegar hann tekur þátt í keppnum frá sérstakri aðstöðu sem hann hefur í Quebec). Hann er annars félagi í hópi radíóamatöra sem taka sig árlega saman um þáttöku í stærstu alþjóðlegu keppnunum, m.a. CQ World-Wide og segir hann, að í CQ keppnunum geri þeir yfirleitt ferðir innan Kanada í CQ svæði 2 (e. zone) sem er sjaldgæfur margfaldari; t.d. til VE2/VO2 (Labrador)/VE8 (Nunavut) o.fl. Bob sagði að þau hjón væru yfir sig hrifin af landi og þjóð og ætla að koma aftur sem allra fyrst.
Stjórn Í.R.A. þakkar Bob fyrir innlitið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!