VERÐHÆKKANIR FRAMUNDAN
Stærsta vefverslun fyrir radíóamatöra í Evrópu, WiMO í Þýskalandi hefur upplýst að ICOM hafi tilkynnt 5% verðhækkun frá verksmiðju eftir miðjan þennan mánuð (október).
Á netinu tala menn um að ekki sé víst að þessi verðhækkun komi fram í verði hjá stærri seljendum, en ekkert er þó víst í þeim efnum. Menn segja líka að Yaesu sé [líklega] að hækka verð á allri sinni framleiðslu. Ástæða er sögð vera hækkað verð íhluta (sem m.a. er afleiðing af Covid-19 faraldrinum).
Skráð viðmiðunargengi S.Í. í gær, miðgengi (5.10.) var: USD 127.58; GBP 173,78 og EUR 148,00.
Reiknað verð á Icom IC-7300 100W HF/50MHz sendi-/móttökustöð með öllum gjöldum til Íslands er (m.v. gengi 5.10) um 173 þús. krónur. Verð á sömu stöð eftir hækkun yrði um 182 þúsund krónur.
.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!